Gripla - 01.01.1979, Síða 30
26
GRIPLA
hafleg notkun brúsans á íslandi. En allnákvæma lýsingu á brúsanum
sem íláti fáum við fyrst á 18. öld hjá JÓ (OH):
Brúsi, kk., flöskulaga ílát úr fíkjutré5 eða leirker, sem að utan er
skreytt mannshöfði með skeggi, með handarhaldi og opi að ofan,
sem hægt er að setja á loka eða tappa, oft gerðan úr korki, aðrir
kalla hann leirkarl og skeggkarl . . . Þessi mynd, eins og hún er
sýnd, á uppruna í minningunni um þann spánska foringja (Duc de
Alba), sem áreitti Belga eða Hollendinga með grimmd og harð-
stjórn. [Brwsi m. lecythus ficulneus, seu vas fictile, in qvo extrin-
secus caput humanum barbatum repræsentatur, ansa præditum et
orificio superne instructum, in qvod epitomium seu obturamentum
inmittitur, plerumqve é subere confectus. aliis leirkarl et Skegglcarl
. . . Imago illa, ut perhibent, originem habet in memoriam Ducis
illius Hispani (Duc de Alba) qvi Belgas, seu Hollandos tanta im-
manitate et tyrannide vexavit.] JÓ (OH), undir brúsi.
Eldra dæmi um leirker með mynd af mannshöfði á er að finna í orða-
bókarhandriti Guðmundar Ólafssonar (f 1695), undir skeggi. Verður
þetta rakið nánara síðar, sbr. bls. 28.
Önnur dæmi um orðið brúsi í þessari merkingu frá 18. öld eru þessi:
Urceus — lejrkall, Briise. Nom. V, 159 (OH). Handrit þetta er
talið frá miðri 18. öld.
brúse ... 4) letychus urceus. HFLbs. 99 fol., bls. 336 [letychus er
vafalaust ritvilla fyrir lecythus, þ. e. flöskulaga ílát, en urceus
merkir kanna’].
Brúsi, m. urceolus fictilis, en Leerdunk. Stór útskotinn brúsi, culul-
lus, en stor Leerkrukke, Bojan. BH I, 117.
Björn Halldórsson virðist þannig kannast við tvenns konar brúsa,
annars vegar ‘litla leirkönnu’, hins vegar ‘stóra kúlulaga krukku’.
Nákvæmasta lýsingin á brúsa er þannig frá Jóni Ólafssyni frá
Grunnavík. Athyglisvert er, að hann segir, að sumir noti um sama hlut
orðin skeggkarl og leirkarl. Við skulum því atliuga, hvað Jón hefir um
skeggkarl að segja. Honum farast svo orð:
skeggkarl, skeggjaður maður og raunar roskinn, 2. leirkrukka,
merkt mynd skeggjaðs manns, stytt í skeggi, af sumum ranglega
borið fram skerkarl. Stytt í Skeggi í kvæði herra Hallgríms Péturs-