Gripla - 01.01.1979, Page 31
BRÚSI
27
sonar. [skegg-karl, vir barbatus, et qvidem ætate provectus. 2. lecy-
thus fictilis, imagine barbati viri insignitus, abbreviate skeggi, pro-
nuntiatur a qvibusdam perperam Skerkarl. Abbreviatum est in
Skeggi in Epigrammate Domini Hallgrimi Petræi]. JÓ (OH), undir
karl.
Undir orðinu skeggkarl er sagt hið sama, en þessu er bætt við:
Sumir bera fram sker-karl, en ranglega. Mynd skeggjaðs manns er
sögð vera þrýst á brúsa þessa í minningu hins spánska manns Duc
de Alba, frægs harðstjóra, stjómanda Belga, sem að ofstæki og
grimmd er sagður hafa léttilega tekið fram öllum dauðlegum mönn-
um síns tíma, né nokkum tíma utan einu sinni hafa hlegið, þegar
hann hafði gegnum rifu séð, hvar strákur dáðist að mígandi kerl-
ingu. [Qvidam pronuntiant Sker-karl sed perperam. Effigies barbati
viri lechytis istis impressa dicitur esse in memoriam Hispani illius
viri, Duc de Alba, insignis tyranni, Præfecti Belgarum, qvi sævitia
et crudelitate omnes mortales sui temporis facile superasse, nec
unqvam nisi semel risisse cum per rimam videret, ubi vetulam
qvandam mingentem puer admiraretur, etc.]. JÓ (OH), undir
skeggkarl.
Um orðið skeggkarl hefir Jón frá Gmnnavík enn fremur þetta að segja:
stytt úr skeggkarl í kvæði herra Hallgríms Péturssonar um flösku-
laga leirker. Skyldir emm við skeggjar (aðrir skeggkarl) tveir,
skamt mun ætt að velja, okkar er beggja efnið leir, ei þarf lengra
að telja. Og að síðustu: Einn þó mismun okkar fann, ef áföll nokk-
ur skerða o. s. frv. [‘abbreviate pro Skeggkarl, in Epigrammate
Domini Hallgrimi Petræi de lechyto fictili, Skylldir emm við
Skeggiar (aliis Skegg-karl) tveir, skamt mun ætt at velia, ockar er
beggia efnit leir, ei þarf leingra at telia. Et ultimo. Einn þö mismun
ockar fann, ef aa fóll nockur skerda, etc.’]. JÓ (OH), undir Skeggi.
Elzta dæmi, sem OH hefir um orðið skeggkarl, er úr svo kölluðum
Leirkarlsvísum, sem margir eigna Hallgrími Péturssyni eins og Jón frá
Grunnavík. Þetta atriði er þó með öllu óvíst, eins og brátt verður að
vikið. Hins vegar er víst, að kvæðið var ort á 17. öld, en einnig er óvíst,
hvort það hefir upphaflega heitið Leirkarlsvísur. En víkjum nú að dæmi
OH:
Skyldir erum við skeggkarl tveir. HPSkv. II, 390.