Gripla - 01.01.1979, Side 32
28
GRIPLA
Jón M. Samsonarson hefir veitt mér margs konar vitneskju um kvæði
þetta, og eru aðalatriði þess, sem hann sagði mér þessi: Tvö erindi eru
í Maukastellu Jóns Rúgmanns, Papp. 4to nr. 33 í Konungsbókhlöðu í
Stokkhólmi. Þessi erindi eru prentuð í riti Magnúsar Jónssonar, Hall-
grímur Pétursson, œfi hans og starf I, 184. Upphafið er Skyldir erum
við skeggi tveir; Jón Rúgmann eignar Jóni Jónssyni lögréttumanni í
Oddgeirshólum (Staðarhrauns-Jóni), d. 1660, vísurnar. JH benti Magn-
úsi á þennan stað, og hefir Magnús eftir Jóni, að þetta muni skrifað í
Kaupmannahöfn 1665, eftir því sem einhverjir landar hans þar kunnu.
Þetta er langelzta heimild um vísuna. Handrit af kvæðinu er í AM 615,
4to, 8v., talið frá síðari hluta 17. aldar, og er upphafið þar Skyldir
erum við skeggkall tveir, og er fyrirsögnin Leirkarls vísur, erindin 5 að
tölu. Kvæðið er einnig í handritinu AM 441 12mo, bls. 39, talið frá
síðari hluta 17. aldar, og er upphafið þar Skyldir eru við skeggi tveir og
fyrirsögnin Brennivíns brúsa vísur. Tvö erindin úr Maukastellu eru í
Lexicon islandicum Guðmundar Ólafssonar. Ljósrit af þessu handriti
er til á OH, og eru þessi erindi tvö þar á bls. 1923-1924. Uppflettiorðið
er Skegge og sú orðmynd í fyrstu vísunni (ekki skeggkarl). Á undan
vísunum er þýðing á orðinu skeggi, og er hún á þessa leið: ‘Vas figli-
num, cui effigies humani capitis barbati impressa, de quo extat carmen’.
[Leirker, sem mynd af höfði skeggjaðs manns er þrýst á. Af þessu er
kvæðið til orðið]. Er þetta elzta vitneskja, sem við höfum um það, að
til hafi verið á íslandi leirker með mynd af mannshöfði. Ofan greint
kvæði er til í ýmsum handritum í Landsbókasafni, eignað Hallgrími
Péturssyni með fyrirsögninni Leirkarlsvísur. í handritinu Ms. Bor. 6,
bl. 56v (í Oxford), frá síðari hluta 18. aldar eða um 1800, er upphaf
kvæðisins Skyldir erum við skeggkall tveir. Fyrirsögnin er Leirkalls-
vísur Jóns í Oddgeirshólum.
Hér skiptir ekki máli, eftir hvern kvæðið er. Aldur þess skiptir hins
vegar máli. Þær niðurstöður, sem gefa verður gaum, eru þessar:
1) Orðmyndirnar skeggi og skeggkarl eru báðar kunnar frá 17. öld.
Um orðið skeggi er þó eldri heimild.
2) Orðið leirkarl (í samsetningunni Leirkarlsvísur) er einnig kunn-
ugt frá 17. öld.
3) Heimild er um, að skeggi hafi táknað ‘leirker með mynd af
mannshöfði’ frá 17. öld.