Gripla - 01.01.1979, Page 33
BRÚSI
29
4) Ef bornar eru saman heimildirnar frá 17. öld og sú vitneskja,
sem fæst úr orðabók Jóns Grunnvíkings, má telja víst, að orðin
brúsi, skeggi, skeggkarl og leirkarl hafi öll táknað ‘leirílát með
mynd af skeggjuðu mannshöfði’.
bó að eldra dæmi sé um skeggi en skeggkarl, virðist mér sennilegt, að
skeggkarl sé eldra og skeggi stytting úr því. Með þessu fullyrði ég þó
ekkert um, hvort upprunalegra er í kvæðinu. Um þetta liðfall eða stytt-
ingu ræði ég betur síðar.
Frá 18. öld eru fleiri dæmi um skeggkarl. Þannig segir Hannes biskup
Finnsson:
Skeggkarl, perperam Skerkarl, lecythus. HFLbs. 225, 4to, bls. 124
(OH) [þ. e. skeggkarl, ranglega skerkarl, flöskulaga ker].
Enn verður að nefna eitt orð til sögunnar. Það er orðið skeggbrúsi.
Elzta heimild mín um það er GA 38 (frá miðri 17. öld), sbr. bls. 21, en
hin næsta er áður greind orðabók Guðmundar Ólafssonar, þar sem til-
greint er sem uppflettiorð Skeggbriise og þýtt ‘Barbatus’ (þ. e. ‘skeggj-
aður (maður)’), sbr. GÓ, bls. 1923. Björn Halldórsson tilgreinir einnig
orðið skeggbrúsi og þýðir það ‘skeggjaður (maður)’ og ‘lítil krukka’
(‘urceolus’). Hann tilgreinir orðið skeggkarl næst á eftir og telur orðið
merkja hið sama (‘idem’). Hann tilgreinir einnig orðið skeggi, en ekki í
merkingunni ‘brúsi’, sbr. BH II, 260.
En víkjum nú að orðinu leirkarl. Elzta dæmi, sem OH hefir um það
orð, er úr Sannri jrásögu eftir Jón Guðmundsson lærða (1574-1658),
en frásagan er talin rituð 1615-1616. Tilvitnunin er á þessa leið:
en allir á Péturs skipi sögðu hann hefði þegið 32 brauðkökur og
vínið á leirkall. JGuðm.S.fr. 10.
Engin sérstök ástæða er til að vefengja, að orðið leirkarl hafi staðið
í texta Jóns, enda áður sýnt, að orðið er kunnugt frá 17. öld, sbr. bls,
26 hér að framan. Þess ber þó að geta, að handritið af frásögunni
er frá 1792, skrifað af Snorra Björnssyni á Húsafelli. Víst gæti skolazt
til um eitt orð á svo langri leið. En hvort sem þessi heimild er talin frá
17. eða 18. öld, er víst, að orðið leirkarl er hér haft um ‘leirílát undir
vin . Kemur þetta heim við skeggkarlinn í svo kölluðum Leirkarlsvísum,
svo og aðrar heimildir.
Önnur dæmi, sem OH hefir um orðið leirkarl frá 18. öld eða fyrr,
eru þessi: