Gripla - 01.01.1979, Page 34
30
GRIPLA
Undir þeim niðurhorfandi blöðum sá hann standa margar krúsir og
leirkalla. Ann. II, 466. (Kjósarannáll, líklega saminn 1678-1687,
prentaður eftir JS 313, 4to, en það handrit var skrifað um 1800.)
Urceus — lejrkall, Briise. Nom. V, 159 (handrit frá miðri 18. öld).
leirkall tekur 6 potta tillagdur under messuvin. K XVIII 1, A 2,
196 (1758, Vaðlaþing. Vísitazíubók 1751-1768 í Þjóðskjalasafni).
Þess má geta, að leirbrúsi er kunnugt frá 1734: Leir-brúsa, sem
haldi 3 merkur. Alþb. 1734, 186.
VII
Hér að framan hafa verið raktar heimildir um fimm orð, skeggi, skegg-
karl, leirkarl, skeggbrúsi og brúsi, sem öll virðast hafa verið samræð,
þ. e. táknað ‘ílát eða ker úr leir, notað undir vökva, oft vín eða brenni-
vín, með mynd af skeggjuðu mannshöfði þrýstu á’. Heimildir um
mannshöfuðið eru tvær. Hin eldri er frá Guðmundi Ólafssyni (1652-
1695) og varðar orðið skeggi, sbr. bls. 28 hér að framan. Hin yngri er
frá Jóni Ólafssyni frá Grunnavík (1705-1779) og varðar orðin brúsi,
leirkarl, skeggkarl og skeggi, sbr. bls. 25-27 hér að framan.
Af þessu getum við ályktað, að á 17. og 18. öld hafi verið kunn ílát
með skeggjuðu mannshöfði. Ég ræði síðar um þá sögu Jóns, að hér sé
á ferðinni mynd af hertoganum af Alba.
Nú mun ég reyna að gera stutt yfirlit um það, hvað ráðið verður um
brúsa af 17. og 18. aldar heimildum.
1. Latnesku þýðingarnar á fyrr greindum orðum gefa ekki greinilega
mynd af lögun ílátsins. Eitt þessara latnesku orða er lecythus (JÓ,
HF). Ég hefi þýtt þetta orð með ‘flöskulaga ílát’. í þessu efni hefi
ég farið eftir orðabókum yfir klassíska latínu, t. d. þýðir Lewis &
Short orðið m. a. ‘flask’. En ég viðurkenni, að upp úr þessari
þýðingu minni er ekki mikið leggjandi. Ég veit ekki neitt ná-
kvæmlega um það, hvað 18. aldar menn hafa átt við með orðinu
lecythus. JÓ notar einnig orðið vas (ker) og hið sama gerir GÓ.
BH notar orðin urceolus (lítil kanna) og culúllus, sem í klassískri
latínu merkir ‘drykkjarker, bikar’. Við erum því litlu nær um
lögun brúsans. Mismunandi þýðingar BH gefa þó til kynna, að
lögunin hafi ekki alltaf verið sú sama.
2. Um efni brúsans vitum við meira, hvort sem hann er kallaður