Gripla - 01.01.1979, Page 35
BRÚSI
31
brúsi, skeggi, skeggkarl, skeggbrúsi eða leirkarl. Þeir, sem á annað
borð minnast á efni brúsans, telja hann úr leir. Auk þess felst það
í orðinu leirkarl. Heimildir frá 19. öld benda til hins sama. Þannig
þýðir KG Leerdunk með ‘brúsi’. EJ þýðir brúsi Leerdunk og GV
‘an earthern jar, to keep wine and spirits in’.6
3. Samkvæmt lýsingu JÓ var efst á brúsanum op, sem settur var
tappi í (korktappi).
4. Heimildir frá 17. og 18. öld greina frá brúsum (ílátum) með mynd
af skeggjuðum manni. Þetta þarf þó engan veginn að merkja, að
allir brúsar hafi haft þetta einkenni.
5. Frásögn Jóns frá Grunnavík um hertogann af Alba bendir til, að
hann hafi talið brúsana framleidda á Niðurlöndum, og erlendar
heimildir, sem síðar verða raktar, sýna, að þeir hafa verið fram-
leiddir þar og raunar víðar. Hins vegar verður því hvorki játað né
neitað, hvort mynd hins skeggjaða manns hefir átt að tákna hinn
óþokkasæla hertoga. Að þessu verður vikið síðar.
VIII
En hvað segja erlendar heimildir um brúsa með mannshöfði? Um það
hefir mér tekizt að afla nokkurrar vitneskju. En athugum fyrst, hvað
GV hefir um orðið brúsi að segja. Umsögn hans er á þessa leið:
BRUSI. . . . In Icel. a. an earthern jar, to keep wine or spirits in
(cp. Scot. greybeard, Scott’s Monastery, ch. 9), no doubt from
their being in the shape of a bearded head. This has given rise to
the pretty little poem of Hallgrím called Skeggkarlsvísur, Skyldir
erum við Skeggkarl tveir, a comparison between Man and Grey-
beard (Skeggkarl = Beardcarle).
Hér er greinilega um ályktun GV að ræða. Hann veit: a) að brúsi
merkti leirkrukka, b) að til var í skozku greybeard um slíkar krukkur,
c) að skeggkarl kom fyrir í kvæði, eignuðu Hallgrími Péturssyni, í merk-
ingunni ‘vínbrúsi’. Af þessu þrennu ályktar hann, að brúsinn hafi verið
í lögun sem skeggjað höfuð. Niðurstaðan er röng, en þó verður að segja,
að GV sé hér á réttri leið.
í NED er greybeard þýtt ‘A large earthenware or stoneware jug or
jar, used for holding spirits’. Elzta dæmið er frá 1788. En í orðabókinni
6 Minna má á, að brúsi í orðinu sjeneverbrúsi er enn notað um ‘vínílát úr leir’.