Gripla - 01.01.1979, Síða 37
BRÚSI
33
Þá ber þess að geta, að finna má danskar heimildir um brúsa með
mannsmynd. ODS segir, að skœggemand geti merkt: ‘korthalset, tyk-
buget stendunk (til 0l ell. brændevin; paa de ældre typer var halsen
formet som ell. bar en afbildning af et skægget hoved).’ Heimildir um
orðið eru að vísu ekki gamlar (hin elzta frá miðri 19. öld), en með
hliðsjón af íslenzku, ensk-bandarísku og þýzku heimildunum hlýtur
orðið (og fyrirbrigðið) að vera gamalt og eiga rætur að rekja að
minnsta kosti til 17. aldar.
Þá kemur í dönskum mállýzkum fyrir orðið munk um ‘(tykbuget)
lerdunk (især til 0l ell. brændevin) ell. om mælkefl0dekande’ (ODS).
Athyglisvert er, að ekki er sagt, að á ílátinu munk hafi verið mynd af
mannshöfði. Er því ekki sennilegt, að um sams konar ílát sé að ræða
og brúsa og skeggkarl. Þó þykir rétt að fara nokkru fleiri orðum um
samsvarandi orð í öðrum málum. Undir munk segir í TorpEtym.: ‘I
bornh. og jy. ogsaa om dunk (efter likheten med en tykmavet munk)’.
í fr. er moine haft um ‘ílát til að hita upp rúm’ (‘utensil servant á
chauffer un lit’. PL 1964). Mönch getur merkt hið sama í norðurþýzk-
um mállýzkum (‘Wármflasche’. Spr. Br. 1962). Heimildir um danska
orðið munk eru ungar, en tilvist þess í mállýzkum gæti bent til, að þessi
merking orðsins sé allgömul. Til þessa bendir einnig, að í sæ. kemur
munk fyrir frá 1632 í merkingunni ‘visst slags dryckenkárl (?)’ (SAOB).
Því má bæta við, að í dönsku koma einnig fyrir samsettu orðin lermunk
og stenmunk (ODS, undir munk). Vel má vera, að Torp hafi rétt fyrir
sér um það, að vatnsílátið hafi fengið nafn sitt af líkingunni við feitan
munk. En hugsanlegt er — þótt engar heimildir séu fyrir því — að þessi
ílát, sem kölluð voru munk (Mönch, moine) hafi haft mynd af skeggj-
uðu mannshöfði. Hið helzta, sem með því gæti mælt, er, að e. bellar-
mine er eiginheiti munks. En þessi skýring er svo langsótt, að ég treystist
ekki til að aðhyllast hana.
En látum nú munkinn eiga sig og snúum aftur að brúsa og öðrum
samræðum orðum. Er þá næst að athuga, hvað kunnugt er um þýzka
og niðurlenzka leirkeragerð frá 16. og 17. öld. í Encyclopœdia Britan-
nica, vol. 18, (1965) bls. 350, segir svo, undir pottery: ‘GERMAN
AND FLEMISH STONEWARE. — Artistic stoneware began to be
made at Cologne about 1540. It is characterised by the ferruginous
brown stain of its salt glaze. Its commonest form is that of a round-
bellied jug with a bearded man’s mask applied on the front of the
Gripla 3