Gripla - 01.01.1979, Page 38
34
GRIPLA
narrow neck, a form which under the name Bartmann or “greybeard”
became common in most stoneware potteries’.
Segja má, að menningarsagan staðfesti þannig öll meginatriði þess,
sem íslenzkar heimildir frá 17. og 18. öld hafa að segja um brúsa og
samræð orð. Hins vegar er rétt að gefa því gaum, að á það er ekki
minnzt í ofan nefndri grein, að myndin á brúsanum hafi verið af sér-
stökum manni. Skýring orðabóka á enska orðinu bellarmine er vafa-
laust rétt að því leyti, að það er runnið af ítalska nafninu Bellarmino.
En enga staðfestingu hefi ég fengið á því, að hönnuðir brúsanna hafi
ætlað sér að gera skopmynd af hinum óþokkasæla kardínála. Vel má
hugsa sér, að almenningur hafi sett myndina í samband við hann, og
nafnið sé þannig til komið. Hið sama er að segja um söguna um hertog-
ann af Alba. Um þetta verður hver að trúa því, sem hann vill og telur
sennilegast.
Þess má geta, að til er í Þjóðminjasafni íslands kanna gerð í Nassau
á 17. öld (nr. 2978). Stúturinn, sem er að nokkru brotinn, er ekki hár.
Rétt neðan við hann er mynd af skeggjuðum manni. Kannan er fremur
belgvíð, miðað við stærð.
IX
Eftir þessar athuganir á erlendum brúsaorðum og menningarsögulegri
vitneskju um brúsa þykir rétt að athuga íslenzku orðin og tilkomu
þeirra. Öll eru þessi orð kunn frá 17. öld. Og frá þeirri öld höfum við
einmitt eldri heimildina um ílát með skeggjuðu mannshöfði á íslandi,
og kannan í Þjóðminjasafni er frá sama tíma.
1. Leirkarl. Ég hefi ekki fundið neina erlenda samsvörun þessa orðs.
Ég geri því ráð fyrir, að það sé íslenzkur nýgervingur, sem á rætur í því,
að ílátið var úr leir og bar mynd af mannshöfði. Ef orðið skeggkarl er
eldra, kann það að nokkru leyti að vera fyrirmyndin. Óvíst er, að nokk-
urt samband sé við orðið vatn(s)karl, sem er rniklu eldra og táknaði
‘vatnsílát í kirkjum’, sbr. HH í Árb.F. 1977, 63-89. Vatnskarlar
voru ekki skreyttir neinni mannsmynd, en vera má, að í máltilfinningu
fólks hafi -karl merkt kanna eða annars konar ílát. Þannig kynni vatns-
karl að hafa haft óbein áhrif á myndun orðsins leirkarl.
2. Skeggbrúsi. Þetta orð er þegar kunnugt í merkingunni ‘skeggjaður
maður’ frá miðri 17. öld, sbr. bls. 21. í merkingunni ‘kanna’ er heimild