Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 40
36
GRIPLA
eftir Árna. Af þulunni eru nokkur afbrigði, sbr. ÓDavÞul. 286-288.
Eitt afbrigðið er úr handritasafni Svens Grundtvigs 66.7 “Blað frá Sig-
urði Guðmundssyni málara,8 úr Skagafirði 1854.“ Þótt sagan og þulan
verði ekki rakin nema til miðrar 19. aldar, virðist mér sennilegt, að
þulan sé allgömul. Benda m. a. hin mörgu afbrigði, sem til eru af þul-
unni, til þess, að hún hafi lengi geymzt í munnmælum og breytzt með
nýjum kynslóðum. Það er þannig ekki ólíklegt, að þulan um Brúsaskegg
og þá einnig nafnið Brúsaskeggur sé eldra en brúsi í merkingunni ‘leir-
ílát með mynd skeggjaðs manns’. En ekki verður þetta fullyrt.
Nafnið Brúsaskeggur er vafalítið myndað af orðinu brúsaskegg, sem
kunnugt er frá 18. öld:
brúsaskegg, mikið skegg, þykkt og hrokkið [brwsa skegg, barba
magna, densa et crispa.] JÓ (OH), undir skegg.
Þetta orð er einnig notað í nútímamáli:
finnst mér sem ég sjái þama . . . bónda með . . . kónganef og brúsa-
skegg. Veiðim. 58,31 (OH).
Samkvæmt þessu ætti Brúsaskeggur í rauninni að merkja ‘maður með
þykkt og hrokkið skegg’, og er ekkert því til fyrirstöðu, að svo hafi
verið. En hvemig er þá orðið brúsaskegg myndað? Mér dettur í hug, að
brúsaskegg sé myndað af brúsi í merkingunni ‘hafur’. Til gamans má
benda á, að hertoginn af Alba, sem JÓ minnist á í sambandi við brúsa
og skeggkarl, hefir eftir myndum að dæma, haft ‘hafurskegg’. Þessi
skýring mín er þó engan veginn örugg, því að brúsi í orðinu Brúsaskegg-
ur getur samkvæmt frummerkingunni í sögninni *brúsa (*brusa) táknað
‘e-ð, sem stendur út í loftið’.
Við skýringu orðsins brúsi í merkingunni ‘leirílát undir vökva (vín)
með mynd af skeggjuðu mannshöfði’ má alls ekki gleyma orðinu skegg-
brúsi, sem kunnugt er allar götur frá 17. öld í merkingunni ‘skeggjaður
maður’ og einnig um ‘könnu’ frá 18. öld.
Eftir athugun á hljóðskyldum og merkingarskyldum orðum í íslenzku
og grannmálunum hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að orðið brúsi
um ílát hljóti að vera orðið til við liðfall, þ. e. orðið sé stytt úr öðru
lengra. í því sambandi mætti benda á, að annað samrætt orð skeggi er
að öllum líkindum orðið til við liðfall, eins og áður er rakið. En hvert
7 Sven Grundtvig var uppi 1824-1883.
8 Sigurður Guðmundsson var uppi 1833-1874.