Gripla - 01.01.1979, Side 41
BRÚSI 37
er þá orðið, sem brúsi er liðfellt úr? Mér virðast tveir kostir koma til
greina:
1. Brúsi getur verið stytting úr brúsaskeggur á sama hátt og skeggi
úr skeggkarl. Brúsinn hefði þá verið kenndur við hrokkinskeggjann eða
hafurskeggjann á myndinni. Þetta þarf ekki nauðsynlega að fela í sér,
að menn hefðu notað orðið brúsaskeggur um ílátið, enda finnast engin
dæmi þess. Menn gátu einfaldlega stytt orðið, um leið og þeir gáfu
brúsanum nafn. Hér væri þá á ferðinni sú tegund liðfalls, sem kölluð er
brottfall stofnliðar, sbr. HHMerk. 40-41, þar sem nokkur dæmi þess-
arar breytingar eru nefnd. Þetta væri einnig í samræmi við goskarl~>
gosi, sbr. HH í Min., bls. 220-227.
2. Brúsi getur verið stytting úr skeggbrúsi. Við vitum, að það orð
merkti ‘skeggjaður maður’ þegar um miðja 17. öld og getur verið miklu
eldra. Orðið hefði þá í fyrstu táknað myndina á ílátinu, en síðan allt
ílátið, og um það er einnig til yngra dæmi. Liðfall af þessu tæi er al-
kunnugt og nefnt brottfall ákvæðisliðar. Sem dæmi mætti nefna kincK.
sauðakind, sauðkind. Algengara er þetta brottfall þó, þegar ákvæðis-
liðurinn er sjálfstætt orð, t. d. skgrp skreið>skreið, gangandi gripr>
gripur o. s. frv. Sjá annars um þetta fyrirbrigði HHMerk., bls. 39.
Að öllu samanlögðu tel ég þessa síðari skýringu sennilegri, enda
styðst hún við sterkari málsöguleg rök.
SKAMMSTAFANIR
Aasen: Ivar Aasen, Norsk Ordbog med dansk Forklaring. Kria 1873.
AJSuff.: Alexander Jóhannesson, Die Suffixe im Islandischen . . . Rvk.
MCMXXVII.
Ann.: Annálar 1400-1800, gefnir út af Hinu ísl. bókmenntafélagi I-V. Rvk. 1922-
1961.
Alþb.: Alþingisbœkur íslands. XII. 1731-1740. Rvk. 1971.
Árb.F. 1977: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1977. Rvk. 1978.
BA: Bibliotheca Arnamagnœana.
BH: Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Haldorsonii. I—II. Kbh. 1814.
BjGissSól.: Bjarni Gissurarson, Sólarsýn. Kvœði. Jón M. Samsonarson sá um út-
gáfuna. Rvk. 1960.
Bl.: Sigfús Blöndal, íslensk-dönsk orðabók. Rvk. 1920-1924.
EJ: Erik Jonsson, Oldnordisk Ordbog ved Det kongelige nordiske Oldskrift-sel-
skab. Kbh, 1863,