Gripla - 01.01.1979, Page 44
JÓN SAMSONARSON
FJANDAFÆLA GÍSLA JÓNSSONAR
LÆRÐA í MELRAKKADAL
í Biskupaannálum séra Jóns Egilssonar í Hrepphólum er kafli um
ættmenn ögmundar biskups Pálssonar, og eru raktar ættir frá Ásdísi
Pálsdóttur, systur biskups, og Eyjólfi Jónssyni bónda á Hjalla í Ölfusi.
Sturli hét einn sona þeirra, afabróðir Jóns Egilssonar, sem sjálfur var
þriðji maður frá Ásdísi, sonur Katrínar Sigmundsdóttur frá Hjalla. Um
þá frændur sína, afkomendur Sturla, segir Jón aðeins: ‘Sturli átti
mörg börn, og er allur sá ættliður fátækur og ekki nafnkunnugur; Gott-
skálk á einn að heita vestra.’1
Meira er um ættlið Sturla í ættartölubók þeirri sem er kennd við séra
Þórð Jónsson í Hítardal, og er hann rakinn allrækilega í gerð Jóns
Ólafssonar á Lambavatni af þeirri bók, Lbs. 456 fol. bls. 243-45. Þar
eru talin fjögur börn Sturla og Guðrúnar, konu hans: Gottskálk, erfði
Geirseyri við Patreksfjörð og flutti sig þangað að sunnan, Gísli, drukkn-
aði á Suðurnesjum, Eyvör og Guðrún.
Mest er sagt frá afkomendum Gottskálks í ættartölubókinni, og grein
er þar um afkomendur Guðrúnar. Meðal sona Gottskálks var Sturli á
Geirseyri, sem kom við afturgöngumál snemma á 17. öld, þegar hann
leitaði ráðahags við Herdísi Magnúsdóttur. Hún hafði áður verið gift
ívari Eyjólfssyni. ívar drukknaði, og var talið að hann gengi aftur og
sækti að Herdísi. Þá var sóttur Þorleifur Þórðarson (Galdra-Leifi), sem
sagt er að brúkaði ‘sína stefnu eftir gömlum vana’, og varð hlé á
Skammstafanir: AMKat.: Katalog over den Arnamagnæanske handskriftsamling
I—II, Kh. 1889-94. ÍGSVÞ: íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Safnað
hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson. I-IV, Kh. 1887-1903. ÍÞÆ: íslenzkar þjóðsögur
og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson
önnuðust útgáfuna. I-VI, Rvk. 1954-61. Smœfir: Sýslumannaæfir eptir Boga
Benediktsson. I-V, Rvk. 1881-1932.
1 Safn til sögu íslands og islenzkra bókmenta I, Kh. 1856, bls. 75.