Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 45
FJANDAFÆLA GÍSLA JÓNSSONAR LÆRÐA
41
nokkrar nætur, en eftir það magnaðist aðsóknin, svo að Þorleifur fékk
ekki við ráðið. Hugðist hann láta grafa upp líkama ívars og brenna, en
áður en því yrði framgengt var konan látin.2 Hafa menn haft traust á
Þorleifi sem kunnáttumanni fyrir vestan. Hans var leitað að nýju nokkr-
um árum síðar vegna reimleikanna á Snæfjallaströnd, en þar kom Jon
lærði einnig við sögu, sem kunnugt er, og orti særingakvæði sín, Fjanda-
fælu og Snjáfjallavísur hinar síðari, og Umbót eða Friðarhuggun, sem
til er af upphafið.3 Sonur Guðrúnar Sturladóttur var Eyjólfur Snæ-
björnsson, og segir í ættartöluhandriti Jóns á Lambavatni að hann kæmi
‘vestur með móður sinni’. Sonur hans var Erlendur Eyjólfsson, sá sem
séra Páll Björnsson í Selárdal kallaði sekk djöfulsins og ákærður var
fyrir að hafa kennt mönnum galdur. Erlendur var brenndur um haustið
1669.4
Um Gísla Sturlason og Eyvöru, systur hans, eru aðeins stuttar klausur
á spássíu í ættartöluhandriti Jóns á Lambavatni. Þar er sagt frá Eyvöru
á þessa leið: ‘C Eyvor S[t: d:] modur Lerd[a] Gisla og Jo[nz] Jons-
sona.’5 Önnur gerð ættartölunnar er í AM 257 fol., og stendur þar á
bls. 72 innan hornklofa og eru dregin strik undir: ‘[Eivór Stulladotter
2 Gísli Oddsson, Annalium in Islandia farrago and De mirabilibus Islandiae
(Islandica X, 1917), bls. 12-15; ísl. þýðing gerð af Jónasi Rafnar í íslenzk annála-
brot . . . og Undur íslands, Akureyri 1942, bls. 27-31. Huld II, önnur útg. Rvk.
1936, bls. 190-95; sbr. Annálar 1400-1800 IV, Rvk. 1940-48, bls. 17.
3 Sjá m. a. Fjölmóð, œvidrápu Jóns lœrða Guðmundssonar (Safn til sögu Is-
lands og ísl. bókmenta V nr. 3, Rvk. 1916), bls. 37. Huld II 85-94. Síðast hefur
verið fjallað um þessa atburði í óprentaðri prófritgerð Einars G. Péturssonar, Jón
Guðmundsson lœrði og þjóðsagnaefni í ritum lmns, 1970.
4 AIþingisbœkur íslands VII, Rvk. 1944—8, bls. 147 og 178.
5 Lbs. 456 fol. bls. 243. Handrit Jóns Ólafssonar á Lambavatni, endað á Vitus-
messumorgun 1681. Bókina skrifaði Jón fyrir Gísla Magnússon (Vísa-Gísla), og
var hún á Hlíðarenda; sjá Arne Magnussons private brevveksling, Kh. 1920, bls.
344 (ártalið 1690 mun vera mislestur, á miðanum sem prentað er eftir stendur
1680). Arni Magnússon hefur látið skrifa handrit Jóns á Lambavatni upp árið
1708, og er uppskriftin í AM 254 fol.; sbr. Arni Magnússons levned og skrifter II,
Kh. 1930, bls. 149-50. Eftir þeirri uppskrift eru teknir stafir til fyllingar, þar sem
skorist hefur burt af jöðrum blaða í Lbs. 456 fol. Allur er kaflinn um afkomendur
Sturla Eyjólfssonar prentaður í Biskupa sögum II, Kh. 1878, bls. 298-301, og er
þar farið eftir AM 254 fol. Sbr. Smœfir IV 829 (Hannes Þorsteinsson); Einar
Bjarnason, Lögréttumannatal, Rvk. 1952-5, bls. 499; Einar Bjarnason, Islenzkir
œttstuðlar, Rvk. 1969, bls. 84-6.