Gripla - 01.01.1979, Side 46
42
GRIPLA
möder Jöns i Efranese Jonssonar atte Helgavatz Jon. Gysle og gudrun,
hans bórn og þeirra a zedle]’.6
Lærði-Gísli, sem þannig er nefndur í handriti Jóns á Lambavatni,
hafa menn talið að væri Gísli Jónsson sem bjó í Melrakkadal og heim-
ildir eru um að kallaður var hinn lærði.7 Foreldrar hans hafa verið
Helgavatns-Jón og Eyvör Sturladóttir, en bróðir hans Jón Jónsson í
Efranesi,8 ef marka má ættartölugreinamar báðar í handriti Jóns á
Lambavatni og í AM 257 fol.
Um Jón á Helgavatni eru heimildir fáskrúðugar. Þó eru kvæði eignuð
honum í handritum, og talið er að hann sé Jón Jónsson á Helgavatni,
sá sem Guðbrandur biskup Þorláksson ræðir um í bréfi, dagsettu 20.
mars 1612.9 í bréfi Guðbrands er vikið að draumum, vitrunum og
spáförum Jóns og að skiptum hans við huldufólk. Bréfið er markverð
vísbending um alþýðutrú hér á landi á tímum biskups, og verður þó að
hafa í huga að það er sett saman af kennimanni kirkjunnar og beinist
að einstaklingi. Ætti fyrst og fremst að mega líta á það sem vitnisburð
um heimilið á Helgavatni og viðhorf sem líklegt er að þar hafi mótað
Gísla, son Jóns, í uppvexti. Bréf Guðbrands sem er varðveitt í frumriti
er á þessa leið:
Fýrr meir þa Jon heitinn Logmadur hielltt Þýngeýra Klaustur for Jon
Jonsson æ Helgavatnne med drauma/ vitraner og spaafarer/ hvar af
6 Við lok kaflans Um herra Gissur Einarsson og hans ætt á bls. 100 stendur
á spássíu við hornklofagrein: ‘Parentesi inclusa eru additamentum med hende
Sigurdar Jönssonar lógmanns’. Óvíst er hvort þetta á einnig við um hornklofa-
greinina á bls. 72, en hafi hún verið með hendi Sigurðar lögmanns í forriti að
AM 257 fol. er hún samin ekki síðar en 1677, á því ári sem lögmaður lést.
7 Sjá t. a. m. greinina úr Vatnsfjarðarannál hér á eftir og fyrirsögn í AM 722
4to, sem prentuð er í skrá Kálunds, AMKat. II 151: ‘Kuolld uysur ordtar af Ione
fodur Gysla Ion sonar sem bio j mel Racka Dal sem marger menn kalla hinn
lærda.’ f útg. Ólafs Davíðssonar, ÍGSVÞ IV 98-100, eru tóustefnur, eignaðar
‘lærða Gísla í Melrakkadal’.
8 Jón Jónsson frá Efranesi er þannig nefndur í Alþingisbókum íslands VI, Rvk.
1933-40, bls. 457, þar sem lýst er hesti sem honum hvarf á alþingi 1659. Samkv.
mannanafnaskrá, sem Einar Bjarnason gerði við þetta bindi alþingisbókanna, var
Jón bóndi í Efranesi í Stafholtstungum (bls. 738); í staðanafnaskrá, sem útg. Einar
Arnórsson samdi, stendur Efranes í Stafholtstungum, með spurningarmerki (bls.
759). Annað Efranes er í Skefilsstaðahreppi, Skag.
9 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir III 734—5 og IV 663-4. — Bréfið er í
Þjóðskjalasafni íslands, Varia II. Áður pr. í Sunnanfara X 13-14.