Gripla - 01.01.1979, Síða 52
48
GRIPLA
Jón á Helgavatni í Vatnsdal, sem hafi verið haldinn einn með þeim
mestu galdramönnum. Fjandafælu nefnir Jón, tekur upp hluta upphafs-
erindis, og getur þess að Gísli muni hafa gert hana fyrir Þorkel, son
Guðmundar sýslumanns Hákonarsonar á Þingeyrum, sem þá hafi búið
á Stóruborg í Víðidal og verið ásóttur af draugum. Gísli var sóttur til
að lækna hann, og segir Jón að margir hafi fyrir satt að Gísli ylli upp-
tökum og öllum veikindum Þorkels, léti svía stundum, en héldi við, til
að ávinna sér peninga. Áður bjó Gísli á Króksstöðum í Miðfirði, að
sögn Jóns, en komst ekki upp með konst sína, meðan séra Arngrímur
Jónsson lærði var á Mel. Arngrímur lést 1648. Jafnan sýndi Gísli á sér
sérlegt skin guðhræðslunnar, eins og Jón orðar það, varð vellauðugur,
en hvarf og eyddist allt við hans dauða, svo að börnin urðu húsgangs-
menn, nema Jón bjargaði sér sem aðrir kotungar, enda sá besti. Ýmsar
sagnir hefur Jón haft af Gísla lærða, sem hann aðeins tæpir á, en segir
ekki, bæði frásagnir um aðkomst hans og viðburði að ná galdraspekinni,
þótt faðir hans spornaði þar við, hversu hann síðan brúkaði sína galdra-
konst, glettur við Hildi, hvílíkur hans dauði var 1670 um haustið í
Skagastrandarkaupstað og hvílíkir hans synir voru og hversu þeim
vegnaði, einkum Pétri, sem var umhleypingur, og Jóni sem bjó í Vatns-
hól og Hrísum síðan.15 Þá segir Jón að Gísli hafi skrifað ‘lyten Com-
mentarium yfer Erfder i Lógbök’16 og getur um uppskriftir hans á
lögbókum fyrir Strandamenn.17
Jón hefur skrifað ‘glettur vid Hillde’ til hliðar við meginmálið á bls.
122, og er tilvísunarmerki inn í textann, en skýring er engin með. Hana
er hins vegar að finna í uppkasti að riti Jóns Um þá lærðu Vídalína, þar
sem hann hefur skotið inn stuttum kafla um Gísla í Melrakkadal. Þar
segir Jón frá skiptum Gísla við Hildi, dóttur Arngríms lærða Jónssonar,
móður Páls Vídalíns. Hildur var á heimili Páls sonar síns á unglings-
árum Jóns Ólafssonar í Víðidalstungu, og er trúlegt að hún hafi stund-
um getið Gísla og viðskipta sinna við hann. Kafli Jóns um Gísla er
prentaður hér eftir eiginhandarriti Jóns, JS 124 fol. Hann er ófrágeng-
inn í uppkasti og ber þess nokkur merki, auk þess sem hann er saminn
15 Jón minnist einnig á þá bræður í Vísnakveri Páls Iqgmanns Vídalíns, útg. Jón
Þorkelsson, Kh. 1897, bls. 137 og 141.
16 Sbr. Menn og menntir IV 254; einnig AM 220a 4to.
17 Grein Jóns um þær er prentuð í Tímariti hins íslenzka bókmenntafjelags,
VIII. árg. 1887, bls. 74 nmgr.