Gripla - 01.01.1979, Síða 54
50
GRIPLA
25 galldurenn, en Hun skyllde so til siá, at Hann kiæmest i Elldenn. Þetta
var seint á Hauste einhveriu, og varade allann Veturenn framm til Vor-
daga, og minkade so smamsaman, enn alldrei qvadst hun hafa feinget
minne sitt aptur hid sama sem ádur var. Þetta sege Eg til dæmes, at
Paall lögmadur sonur hennar aatte þad ei langt at sækia at forakta slýka
30 fiölkynge; sem sidar mun sagt verda.
Frá Gisla þessum er nockur Saga. Hann var ur Vatzdal ættadur frá
Langavatne. Hversu fader hans, er þö siálfr var kunnáttumadur, rak
hann frá sier, þá hann merkte hann var soolgenn epter soddan lærdöme,
og hann hliöp nordur i land til fodurbrodur sins, er var og kunnattu-
35 madur, og þá hann visse fader hans var saladur, hversu hann nade hans
kunnattubokum, strauk heim aptur, og hversu hann liet sig dreyma hvar
fader hans hafde folget sin(ar). Hversu hann skrifade Logbækur fyrer
Strandamenn, og scholierade yfer, helldst umm Rekatrie, umm alnar-
kefle, og hvad hann kallade Adams alin, hans gudhrædslu, Jesuminning,
40 skyndelegann dauda i Hofdakaupstad, syne hans og afqvæme. Þad
utelyk Eg hier allt og læt þad fráleitt vera.
Þeim ber ekki mikið á milli Páli Vídalín og Jóni frá Grunnavík í
dómum sínum um Gísla í Melrakkadal, og báðir lýsa þeir honum hrak-
lega. Má vel vera að þar komi að einhverju leyti fram viðhorf Hildar
Arngrímsdóttur, sem hafði þau kynni af Gísla að þess var ekki að vænta
að hún brygði hinu betra, ef hún vissi hið verra. Þó er enn að geta
vitnisburðar sem Árni Magnússon gaf Gísla og hnígur í sömu áttina
honum til ófrægðar. Er svo að sjá sem Árni hafi ýmugust á Gísla, og
gæti þar að vísu enn kennt áhrifa frá heimilinu í Víðidalstungu og frá
dætrum Hildar tveim, sem voru giftar bræðrum Árna, þótt ekki verði
slíkt fullyrt. Ummæli Árna eru í klausu um unga Egilssögugerð, sem er
26 seint]+umm str. út. 28 sitt] + hid sam str. út, m aðeins dregið til hálfs. 32
Langavatne] sennilega rangminni eða fljótfœrni. Jón faðir Gísla er jafnan kenndur
við Helgavatn í Vatnsdal, einnig í bókmenntasögu Jóns sjálfs. 34 til] + ættingia
sins, er og einn str. út. sins,] + og h str. út. 35 -madur,] + hversu hann naade
hans lærdom str. út. 36 kunnattu-] + qv str. út. 37 sinar] sin, sem stendur í
hndr., á vœntanlega að vísa til kunnattuqver, sem Jón hefur fyrst œtlað að skr. í l.
36, en hœtt við og skr. kunnattubokum. -bækur] + yfer str. út. 38 og] + Com-
menterade str. út. -trie,] + hvad hann str. út. 39 -hrædslu,] + skyndelegann
d str. út. 40 -stad,] + og str. út. 41 utelyk] ofan línu, læt str. út í línu. og—
þad] ofan línu og vtsað niður.