Gripla - 01.01.1979, Page 55
FJANDAFÆLA GÍSLA JÓNSSONAR LÆRÐA 51
í AM 454 4to og er uppsuða 17. aldar manns á Egils sögu gömlu. Árna
var sem kunnugt er lítið gefið um slíka bókmenntaiðju samtíðarmanna
og mat hana sem fals. Sigurður Jónsson lögréttumaður á Knör hafði
skrifað handrit þessarar Egilssögugerðar, en Árni trúir því illa að hann
sé höfundur hennar. Minnir Árna að hann hafi einhvers staðar eftir
sögn Sigurðar á Knör að hann hafi ritað þessa Egilssögu eftir hendi
lærða Gísla í Melrakkadal. Er þá Gísli óefað author bókarinnar, segir
Árni, og bætir við: ‘Gisle var ad vi'su sannreyndr impostor. Enn Sig-
urdur var frömur madr.’19
Lítils háttar hefur Gísla verið getið í munnmælum á síðari tímum,
og segir í Árbókum Jóns Espólíns (VII 38) að hann þætti ‘fjölbreyt-
inn sumum’. Átti Gísli að hafa komið burt draug í Búðardal á Skarðs-
strönd 1631,20 og einnig hefur nafn hans tengst sögn sem kom upp
til að skýra dauða séra Sigurðar Magnússonar á Auðkúlu í Svínadal.
Séra Sigurður lést snemma á ári 1657, og bar dauða hans að með
þeim hætti, að ekki þótti einleikið.21 Segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar,
að presti væri sendur draugur, og er það ýmist eignað Borgfirðingum,
Dalamönnum eða Vestfirðingum. Draugurinn átti leið um á bæ einum
og kom við í bakaleiðinni og sagði bónda tíðindi. Bóndi skipaði honum
að fara og drepa þann sem hefði sent hann, og tók draugurinn þá strikið
vestur. Segir í einni gerð sögunnar hjá Jóni að draugurinn hitti bónd-
ann á Reykjum, en í annarri að það væri bóndinn í Melbrekkudal.22
Gísli Konráðsson hefur einnig skráð munnmæli um dauða séra Sig-
urðar á Auðkúlu og viðureign draugsins við bónda, og segir hann að
bóndinn hafi verið Gísli í Melrakkadal. Frásagnir Gísla eru í syrpu
hans, Lbs. 2856 4to bls. 334-5, og aftur í sama handriti á bls. 338:
Frá Gísla í Melrakkadal (sjá bls. 338)
Draugur var sendur at vestan til Sigurdar prests Magnússonar á Kúlu
at mælt er, þá hann kom at vestan sá til hans madr sá er Gísli hét ok
bjó í Melrakkadal, kalla sumir hann Jónsson ok ærid fjölkunnugann
5 sva ærit hefir verid ord á gjórt; enn eígji kvadst Gísli þá hafa haft faung
á at hepta fór hans, ok spurdi þó hvert hann ætladi? hann kvadst sendur
19 AMKat. I 646.
20 Ann. 1400-1800 III 199 nmgr.
21 Ann. 1400-1800 I 312, 347, II 180, 436.
22 ÍÞÆ I 330-31.