Gripla - 01.01.1979, Side 57
FJANDAFÆLA GÍSLA JÓNSSONAR LÆRÐA 53
tánni, fór Gísli þá at vitja barnsins ok lá þat sem daudt, en raknadi vid
ok lifdi eptir þat Gísli hafdi sleígit því ædina. (Bls. 338.)23
Frásögn er í Grímu um dauða séra Sigurðar, og segir þar eins og hjá
Gísla Konráðssyni að draugurinn kæmi við í Melrakkadal; bóndinn er
nefndur Fræða-Gísli. Þar segir einnig frá erjum Gísla við galdramann
uppi í Svartárdal. Fylgir þeirri sögu að Gísli hafi þá búið að Marðarnúpi
í Vatnsdal. Hann hafði drauga á verði í Vatnsdalsfjalli, og vörðu þeir
sendingum úr Svartárdal skörðin. Þó var óvarið eitt skarðið, sem Gísli
vissi ekki um, og sat dag nokkurn fluga á matnum þegar hann tók ask
sinn. ‘Sjaldan er fluga á feigs mat,’ sagði Gísli og saup á askinum. En
í sama bili stóð blóðgusa upp úr honum, og hné hann dauður niður.24
Fjandafælu gerði Gísli í Melrakkadal fyrir Þorkel Guðmundsson,
mann af góðu bergi brotinn, eftir því sem sagt hefur í riti Páls Vídalíns,
sem áður var vitnað til. Má ætla að Páll eigi við Þorkel Guðmundsson
sýslumann og klausturhaldara, son Guðmundar Hákonarsonar sýslu-
manns á Þingeyrum. Jón Ólafsson frá Grunnavík hyggur einnig að
kvæðið sé ort fyrir Þorkel Guðmundsson sýslumann, sem þá hafi búið
a Stóruborg í Víðidal og verið ásóttur af draugum, en ekki virðist Jón
hafa fyrir því fulla vissu.25 Veikinda Þorkels er getið í Vatnsfjarðar-
annál elsta, sem svo hefur verið nefndur, og getur verið að Jón frá
Grunnavík hafi vitneskju um þau þaðan. Annállinn er í Lbs. 347 4to
með hendi séra Jóns Arasonar prófasts í Vatnsfirði, móðurbróður Þor-
kels Guðmundssonar sýslumanns, og er Jón talinn höfundur hans.
Veikindanna er getið við árið 1651: ‘Djöfulsins ásókn á Bjama Péturs-
son á Staðarhóli og á Þorkel Guðmundsson á Stóruborg norður þennan
vetur.’26
23 Ein gerð sögunnar um dauða Sigurðar prests á Auðkúlu er hjá Gísla Kon-
ráðssyni í Lbs. 2312 4to við árið 1657 og í Lbs. 1292 4to (kafli um Auðkúlupresta),
en ekki er þar getið viðkomu draugsins á bæ bónda.
24 Gríma hin nýja, Rvk. 1964, III 288-9.
25 ‘Hann giórde hana Þorkele Gudmundssyne til brúkunar (ni fallor) sem þá
biö á Storu borg i Vydedal, og var ásoktur af draugum.’ (Jón frá Grunnavík, Add.
3 fol. bls. 122.) Sbr. einnig hér á undan bls. 49.
-l> Ann. 1400-1800 III 73. Þannig prentað í útg. annálsins eftir Lbs. 347 4to;
sama klausa með öðru orðalagi er framar í 347; sbr. Ann. 1400-1800 III 11-12
og yfirlit Jóns Helgasonar um efni handritsins í Tólf annálagreinar frá myrkum
árum, Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, Rvk. 1977, bls. 414-15. í