Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 58
54
GRIPLA
Fjandafæla Gísla Jónssonar var í AM 65 8vo, þegar Jón Ólafsson
frá Gmnnavík skráði safn Árna Magnússonar 1730, en var horfin þaðan
þegar Kálund gerði sína skrá á öldinni sem leið.27 Á síðara hluta 18.
aldar voru uppskriftir eftir AM 65 a-b 8vo gerðar fyrir Suhm,28 og
mætti geta þess til að þá hefði kvæðið orðið viðskila við annað efni
handritsins. Til þessarar uppskriftar hefur ekkert spurst. Hins vegar er
kvæðið varðveitt í JS 26 8vo, og verður það prentað eftir því handriti
hér á eftir.
JS 26 8vo er að mestum hluta með hendi frá 18. öld, en framan og
aftan við er bætt yngri blöðum. Gamli hlutinn hefst á Dýrðardikti Kol-
B sem kallað er í útg. eru nefnd veikindi Þorkels 1651, en ekki getið um upptök
þeirra; sjá Ann. 1400-1800 III 73, 6. nmgr. Sjá ennfremur Vatnsfjarðarannál
yngra, Ann. 1400-1800 III 126. Veikindum Bjarna Péturssonar sýslumanns á
Staðarhóli er lýst nánar miklu í Ballarárannál, Ann. 1400-1800 III 209. — Þess
má geta að í þjóðsögum Jóns Arnasonar er munnmælasaga, skrásett af séra Skúla
Gíslasyni, Ekkjan á Álftanesinu (ÍÞÆ I 280-81). Þar segir frá húnvetnskum manni,
sem hét Þorkell. Hann fór um tvítugs aldur til sjóróðra og ílentist á Álftanesi, þar
sem hann komst í vinfengi við hirðstjóra og varð honum fylgisamur gegn innlend-
um höfðingjum og biskupum. Fékk hirðstjóri honum Þingeyraklaustur og hét
honum þjónustustúlku sinni, en áður hafði Þorkell verið í þingum við ekkju þar á
nesinu, skapmikla og sköruglega. Þorkell fór norður og tók klaustrið undir sig, en
skyldi vitja ráðahagsins að vori. Ekkjuna grunaði hvað í ráðum var, og hafði hún
tal af hinni dönsku stúlku og fékk grun sinn staðfestan. Sagðist stúlkan þó muna
önnur orð hirðstjórans en þau að hann mundi gifta sig íslenskum sveini sínum.
Fáum dögum síðar dó ekkjan, og hvarf líkið fyrstu nóttina sem það stóð uppi.
Nóttina þar á eftir tók danska stúlkan á Bessastöðum meinsemd mikla og dó innan
þriggja nátta. Þetta sama haust var kaupamaður af Álftanesi á leið suður og fór
einn sér. Hann sá kvenmann koma á móti sér, skrefadrjúga og fasmikla, og þekkti
þar ekkjuna. Kvaðst hún ætla að Þingeyrum og niundi ná háttum. Um kvöldið
þegar Þorkell gekk til sængur fannst honum eins og gripið utan um sig og fylgdi
því hið harðasta tak. Kvaldist hann svo að beinin skröptu í skinninu og þóttust
menn oft heyra milli kastanna að hann beiddist vægðar. Við þessi harmkvæli lá
hann fram til jóla og andaðist svo. — I nafnaskrá þjóðsagnanna er skilið svo, að
hér sé átt við Þorkel Guðmundsson sýslumann, sem sagður er fæddur “nálægt
1625” (ÍÞÆ VI 177). Þorkell lést 9. nóv. 1662, og hafði hann haft Þingeyraklaust-
ur frá 1659, er faðir hans lést, en vonarbréf fyrir sýslu og klaustri fékk hann 1644.
Þorkell kvæntist 1647, og var kona hans Solveig, dóttir Magnúsar Björnssonar
lögmanns (íslenzkar œviskrár V 148).
27 AMKat. II 370.
28 The History of the Cross-Tree down to Christ’s Passion, edited by Mariane
Overgaard (Edit. Arnam. B 26, Kh. 1968), bls. xlvi.