Gripla - 01.01.1979, Side 60
56
GRIPLA
Af því sem nú hefur verið tínt til má ráða að handritið hafi verið í
Strandasýslu snemma á síðustu öld, og mætti búast við skrifaranum þar
um slóðir eða í nálægum sveitum, þótt engu sé að treysta í þeim efnum.
Nafnið Jón Sveinsson er algengara en svo, að bent verði á einn öðrum
fremur með því nafni, sem líklegur sé til að skrifa upp kveðskap í þess-
um landshluta á áttunda og níunda tug 18. aldar. Trúlega hefst samt
upp á skrifaranum, þótt síðar verði, og er rithandarsýni birt hér á bls.
57, þeim til athugunar sem kynnu að þekkja höndina eða finna hana
víðar á bókum. Að svo komnu verður aðeins nefnt rímnahandritið Lbs.
2496 4to, sem er með hendi þessa sama manns, og lýkur hann þar upp-
skrift á Olgeirs rímum með tilmælum til lesara bókarinnar: ‘endad dag
20 februari anno 1775 af Jone Sueins sine, vird til goda og vanda ei
umm Jfer skór framm þu lesare hvór sem verda kant.’ í vísuerindi sem
fer á eftir biður skrifarinn lesara að lesa í málið.
Lbs. 2496 4to er komið í Landsbókasafn 1934 norðan úr Húnavatns-
sýslu frá Sigurði Jónssyni bónda í Katadal á Vatnsnesi. Á þeim slóðum
mun handritið hafa verið bundið inn, sem má sjá af ræmum með skrifi
á sem límdar eru til styrktar í bandi. Þar bregður fyrir nöfnum bæja í
Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu, bæði Ósa, Sigríðarstaða og
Kistu, og ártalinu 1848. Einnig má lesa ‘befalad fra Þorleifi a Hiall’,
og er skorið aftan af, en hefur e. t. v. staðið Hjallalandi. Þaðan var
Þorleifur Þorleifsson, forfaðir Sigurðar í Katadal.34 Bandið á bókinni er
slitið og nokkuð gamalt, sennilega frá öldinni sem leið. Áður en bókin
var bundin inn hefur maður að nafni Benedikt Einarsson skrifað viðbæti
í 38. Olgeirs rímu, og gæti hann tímans vegna verið Benedikt Einarsson
í Hnausakoti í Miðfirði.35 I sömu opnu, en á annarri blaðsíðu er hripað
bæjarnafnið ‘Hrýsumm’. Bær með því nafni er í Þorkelshólshreppi í
Vestur-Húnavatnssýslu, en samnefndir bæir eru í öðrum sveitum. Að
lokum má geta þess að á auða blaðsíðu aftan við Olgeirs rímur hefur
verið krabbað: ‘Jon Jon sin a Geirmunda stodum’ — og er síðasta
orðið skrifað uppi yfir og er ekki með öllu öruggt að það sé rétt lesið.
Geirmundarstaðir eru til þrír, og er enginn þeirra í Húnavatnssýslu.
Hins vegar er bær með þessu nafni í Strandasýslu. Þar bjuggu á fyrra
hluta 19. aldar þrír menn, sem hétu allir Jón Jónsson.36 Fyrstur þeirra
34 p. V. G. Kolka, Föðurtún, Rvk. 1950, bls. 231-2.
35 Finnur Sigmundsson, Rímnatal II 18.
36 Jón Guðnason, Strandamenn, bls. 349.