Gripla - 01.01.1979, Page 62
58
GRIPLA
var sonur séra Jóns Sveinssonar prófasts á Stað í Steingrímsfirði, en
ganga má úr skugga um það að hönd séra Jóns er ekki á handritinu.38
Síðastur þessara þriggja bænda var Jón, sonur Jóns Jónssonar á Græna-
nesi, og var móðir hans Helga Jónsdóttir frá Djúpadal, Sveinssonar.37
Aldurs vegna gæti sá Jón Sveinsson verið skrifari handritsins.
Fjandafæla er í JS 26 8vo í gamla hlutanum með hendi Jóns Sveins-
sonar. Villur eru sýnilega í handritinu, og má leiðrétta sumar með
sæmilegu öryggi, en aðrar eru af því tagi að iilt er við að gera, nema
finnist annað handrit kvæðisins sem hafi réttari texta. Um uppskriftina
í JS 26 8vo og meðferð hennar í prentun skal eftirfarandi tekið fram:
Skrifarinn notar ekki greinarmerki. Undantekning er þó komma á eftir 50.3.
Og aðgreiningarmerki eru á milli erinda og á milli fyrirsagnar og lagboða. Þau eru
táknuð með punkti í prentun.
I útgáfu er litlum staf í upphafi erindis breytt í stóran, og einnig er settur stór
stafur í mannanöfnum, þótt lítill sé í handriti.
R í upphafi orðs er skrifað r, prentað r. Einnig kemur fyrir að skrifað er b og
d í upphafi orða, og er hér prentað b, d. ö er venjulega skrifað <), en stundum er
það þó gegnumstrikað og þá dregið stærra og með sveigum til vinstri handar.
Þannig er o stundum dregið líka í upphafi orðs. Depla yfir stafi setur skrifarinn að
miklu leyti reglubundið, ef frá er skilið ii, sem hann skrifar iðulega fyrir u, auk
þess sem það táknar ú. y táknar jafnan í (ý) eða síðara hluta tvíhljóðsins ei (ey).
Undantekning er að það sé sett fyrir i (y): 13.2 vynna, og líklega 17.1 gryttur; etv.
einnig 16.4 suyde. Dæmi eru um að sleppt sé deplunum: 6.4 lyf, 46.4 dyrdar, 59.6
kuyde. d táknar á, en fyrir kemur að það er sett þar sem ætti að vera a: 29.1 Hálz,
37.5 hrátt. ö táknar ó, en dæmi eru um að það sé sett fyrir o: 33.2-3 rötinn, bröt-
inn, 33.6 þrötinn, 50.1 löpt, 56.6 flögie; og fyrir ö: 28.4 gröf.
Vísuorðaskipan kemur ekki fram af handriti. Bragarhátturinn er m. a. kunnur
af vísum eignuðum Jóni Arasyni biskupi: Bóndi nokkur bar sig að —- sem eru
víða prentaðar. (M. a. Bisk. Bmf. II 574-8, 593. Ann. 1400-1800 I 108-9, 114,
117-18. Safn I 93.) Venjulega er erindum skipt í sex vísuorð hverju erindi, en þó
kemur fyrir að 2. og 3. vo. eru tekin sem eitt. Með þessum sama brag eru Kati-
kismusvísur í AM 720 b 4to 14v-15v, sem er handrit á skinni talið frá um 1600.
(Kálund, AMKat. II 147.) Upphaf: Upphaf er fyrst orð þitt rétt. Erindum er skipt
í vísuorð með greinarmerkjum, og er að öllum jafnaði greint á milli 2. og 3. vo.,
þó að frá því séu nokkrar undantekningar, og virðist koma glögglega fram að
skrifarinn lítur á hvert erindi sem sex vísuorð. Sama kemur fram hjá séra Jóni
Arasyni prófasti í Vatnsfirði í uppskrift hans 4. júlí 1646 á vísunum Úr Danmörk
höfum vér fengið fregn, sem ortar eru undir sama bragar.hætti. (AM 114 fol. Pr. í
Sturl., útg. Kálunds, bls. XLIV. I útg. eru felldar niður kommur sem eru í hand-
36 Sjá hönd hans t. d. á bréfi frá 1789 í Lbs. 28 fol. bls. 165-7.
37 Jón Guðnason, Strandamenn, bls. 347.