Gripla - 01.01.1979, Síða 79
NOKKRAR ÍSLENSKAR HELGIMYNDIR 75
Með öðrum orðum, fundið er skýrt, tímasett dæmi um að prentuð mynd
hafi, við lok miðalda, verið höfð sem fyrirmynd að handritalýsingu.
III
Eitt þeirra refilsaumsklæða sem fyrrgreind rannsókn mín nær til er
altarisklæði úr Draflastaðakirkju í Fnjóskadal (Þjms. 3924; 4. mynd).
Hefur klæði þetta ýmist verið talið frá 14.-15. öld,5 sennilega frá 15.
öld,6 eða frá um 1390-1403.7 Eftir leiðum sem ekki verða greindar hér,
en væntanlega birtar síðar í heildarriti um íslenskan refilsaum, hafði
ég hins vegar tímasett Draflastaðaklæðið, ásamt nokkrum refilsaums-
klæðum öðrum, til fyrri hluta 16. aldar, einna helst til annars fjórðungs
aldarinnar.8 En eftir að ég kom auga á hin ótvíræðu tengsl milli mynda
Ólafs helga í AM 160 4to og Breviarium Nidrosiense fór ég að huga að
öðrum myndum í síðamefndri bók, og svo ótrúlegt sem það kann að
virðast kom í Ijós að þar fannst greinileg fyrirmynd, bein eða óbein, að
Maríumyndinni á Draflastaðaklæðinu miðju (5. og 6. mynd).
Við fyrstu sýn var skyldleikinn einkum áberandi í stellingum Jesú-
bamsins. En við nánari athugun mátti sjá fleira skylt: uppbyggingu
myndarinnar allrar, heildarsvip Maríu meyjar, handaburð hennar, sér í
lagi vinstri höndina, handlegginn sem kemur undan skikkjunni og upp-
brotið á erminni; einnig engilinn til vinstri, sem leikur á blásturshljóð-
færi, og hásæti Maríu, þótt hið síðastnefnda sé að vísu talsvert afbakað
á klæðinu. Engillinn til hægri á klæðinu virðist í fljótu bragði ólíkur
þeim á myndinni, en sé hún spegluð má greina nokkurn skyldleika, t. d.
með hægri hendi og handlegg engilsins á myndinni og vinstri á klæðinu.
Enginn vafi virðist á að mynd þessi í Breviarium Nidrosiense frá
1519, eða þá önnur mynd frá henni rannin eða henni náskyld, hafi
verið fyrirmynd að miðreit Draflastaðaklæðisins. Verður því að ætla að
tímasetning klæðisins til annars fjórðungs 16. aldar fái staðist, og jafn-
framt virðist ljóst að prentuð mynd hefur, þegar undir lok miðalda,
verið notuð hér á landi við gerð útsaumsuppdráttar.9
23.5. 1977
TILVITNANIR
1 Ljósprentuð útgáfa af Breviarium Nidrosiense (Oslo, 1964) er til í Lands-
bókasafni íslands og Stofnun Árna Magnússonar. — Um upplag Niðarósbæna-
bókarinnar 1519 er ekki vitað. Árið 1521 var 145 eintökum óráðstafað og fékk