Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 82
78
GRIPLA
7. mynd. Mynd af
heilagri þrenningu og
táknum guðspjalla-
mannanna í Missale
Lundense, prentuðu í
París 1514.
Ljósmynd: Det
kongelige bibliotek,
Kpbenhavn. — The
Holy Trinity and
symbols of the four
Evangelists.
Illustration in Missale
Lundense, printed in
Paris 1514.
bygd, XXII (Oslo, 1970), bls. 73. í annarri grein eftir sama höfund, ‘En komplett
treenighet fra Island,’ Den iconographiske post, 6: 2-3: 25-35, 1975, segir frá sér-
stæðri gerð af þrenningarmynd á þessu horni, sem helst virðist mega rekja til
mynda í bókum prentuðum í París á árunum frá um 1500 til 1524, þeirra á meðal
Missale Lundense frá 1514 (7. mynd). Á drykkjarhominu er ennfremur, að því er
segir á bls. 34 í sömu heimild, bekkur með mannamyndum náskyldum fjórum
nryndum á einni blaðsíðu í Breviarium Nidrosiense.
Annað dæmið er silfurkaleikur frá Miklabæ í Blönduhlíð, nú í Þjóðminjasafni
Islands (Þjrns. 6168 a; 8. mynd), sem vegna lögunar sinnar hefur verið talinn frá
um 1300, sbr. Björn Th. Björnsson, íslenzkt gullsmíði (Rvk, 1954), bls. 23, eða
varla yngri en frá fyrri hluta 14. aldar, sbr. Matthías Þórðarson, ‘Málmsmíði fyrr
á tímum,’ Iðnsaga íslands, II (Rvk, 1943), bls. 294. Á kaleiknum er hnöttóttur
hnúður grafinn merkjum guðspjallamannanna (9. mynd). Eru merkin svo lík að
gerð táknum guðspjallamannanna í hornreitum hinna fyrrgreindu frönsku þrenn-
ingarmynda (sbr. 7. mynd), að vart fer milli mála hvert fyrirmyndirnar voru sóttar.