Gripla - 01.01.1979, Síða 89
SVEINBJORN RAFNSSON
HEIMILD UM HEIÐÁRVÍGA SÖGU
Hér á eftir verður prentuð óútgefin og lítt þekkt heimild um Heiðar-
víga sögu. í upphafi er rétt að rifja upp alkunnar staðreyndir um varð-
veislu Heiðarvíga sögu til glöggvunar. Heiðarvíga saga virðist einungis
hafa verið til í einu skinnhandriti hér á íslandi á síðari hluta 17. aldar.
Um 1683 flytur Jón Eggertsson handritið út til Svíþjóðar, þar sem hluti
af því er enn varðveittur í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, Perg. 4to,
nr. 18. Eftir það virðast engin handrit sögunnar vera til á íslandi. Um
1691 hefur Ámi Magnússon komist á snoðir um Heiðarvígasöguhand-
ritið í Stokkhólmi og virðist hafa fengið lánaðan frampart af því (2 kver
með 12 skinnblöðum) til Kaupmannahafnar 1725. Jón Ólafsson skrifaði
þennan part upp veturinn 1727-28. í bmna Kaupmannahafnar 1728
brann hvort tveggja skinnblöðin og uppskrift Jóns af þeim, og er sá
skaði óbætanlegur.1
Viðbrögð Áma Magnússonar við þessum missi hafa líklega í fyrsta
lagi verið að fá Jón Ólafsson til að skrifa upp eftir minni það sem á
blöðunum hafði staðið. Þau skrif Jóns eru nú jafnan prentuð með texta
þeirra skinnblaða sem eftir em af sögunni. Rit Jóns Ólafssonar greinir
mest frá Víga-Styr og vígi hans.
í öðm lagi hefur Ámi komið orðsendingu til Jóns Halldórssonar í
Hítardal með Finni syni hans. í prómemóríu Finns 1729 biður Árni að
Jón láti skrifa upp og senda sér m. a. ‘Relationes um Vigastyr, eins og
þad sem hann mier fyrmm sendt hefur. Þetta er hiá mier uppbmnned
og eydelagt, ásamt mörgu ödra, sem eg frá velnefndum prófastenum
1 Um þetta má vísa almennt til Heiðarvíga sögu, udg. Kr. Kálund, Kþbenhavn
1904, Fortale; Heiðarvíga saga, ritdómur eftir Björn M. Ólsen, Skírnir 1905, bls.
186-90; Jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, Kaupmannahöfn 1926, (Safn
Fræðafjelagsins V), bls. 42-4; Björn M. Ólsen, Um Islendingasögur, Reykjavík
1937-9, (Safn til sögu íslands VI), bls. 178-215; Sigurður Nordal, Borgfirðinga
spgur, Reykjavík 1938, (íslenzk fornrit III), bls. XCVIII-CXLVII.