Gripla - 01.01.1979, Side 90
86
GRIPLA
fyrrum feinged hefe.’2 í svarbréfi Jóns til Áma, 30. september 1729, er
að sjá sem Jón sendi þessar ‘relationes’ ekki að sinni, hann fyrirverður
sig fyrir að senda þær, ‘relationes um Vyga Styr eru þess ei verdugar,
þó em þær ecke undanteliande og skulu medfylgia.’3 Líklegast er að
Jón hafi aldrei sent Áma þær aftur enda dó Árni í janúar 1730.
í Lbs. 132, 4to III er varðveitt ‘Lýtid Supplementum yfer þattenn af
Vyga Stir’ á tveimur snjáðum blöðum með hendi Jóns Halldórssonar
í Hítardal. Þetta ritkom er að líkindum hið sama og Ámi falaði af Jóni
1729. Frásögnin er soðin upp úr Eyrbyggju, Njálu og Grettlu eins og
nánar mun gerð grein fyrir hér á eftir, en auk þess er hún heimild um
efni Heiðarvíga sögu óháð þessum ritum. í fyrirsögn er talað um þáttinn
af Víga Styr og hlýtur höfundur ritsins þá að hafa haft spurnir af að
slíkt rit væri til. Gæti verið að þá vitneskju hafi Jón Halldórsson haft
frá Árna Magnússyni þótt allt sé það óvíst. Árni vissi um ‘Heidarvíga
og Vigastirs sögur’ hjá Svíum þegar 1691.4 Sumarið 1707 kom Árni
Magnússon í Hítardal til Jóns og má sjá af bréfaskiptum þeirra eftir það
að íslendinga sögur hefur þá borið á góma. Meðal annars kemur þar
fram áhugi Árna á staðfræði sagnanna, biður hann Jón t. d. um ‘com-
mentarium chorographicum’ við Bjarnar sögu Hítdælakappa.5
Ritkom Jóns Halldórssonar er líklega frá fyrstu áratugum átjándu
aldar. Það er varðveitt í Lbs. 132, 4to eins og áður segir en handrit þau
sem að öðm leyti em varðveitt undir því númeri em uppskriftir Hann-
esar Finnssonar af Heiðarvíga sögu. Ljóst er að ritkomið hefur verið
notað í kirkjusögu Finns Jónssonar.6
Ritaðar heimildir Jóns eru einkum Eyrbyggja, Njála og Grettla eins
og áður er á minnst. Eyrbyggja er notuð talsvert frjálslega, en þó virðist
orðalagi fylgt allnákvæmlega á stundum. Eyrbyggja er mest notuð allra
ritaðra heimilda í ritkorninu eða á eftirfarandi stöðum samanborið
við Eyrbyggjuútgáfuna 1864:
2 Arne Magnussons Private Brevveksling, K0benhavn 1920, bls. 238.
3 Arne Magnussons Private Breweksling, bls. 197.
4 Arne Magnussons Private Brevveksling, bls. 242.
5 Arne Magnussons Private Breweksling, bls. 184. Staðfræðilegar athugasemdir
Jóns Halldórssonar við Bjarnar sögu eru með hendi hans á spássíum í AM 488,
4to.
6 Finni Johannæi, Historia ecclesiastica Islandiæ II, Havniæ 1774, bls. 372-3.