Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 91
HEIMILD UM HEIÐARVÍGASÖGU
87
JH:
2Biórn — 22liet giora
50Jorfa i Flysiuhverfe
68tök um hana midia
72Snorre gode . . . i dyngiuna
85Þetta sama — 97Brandsson
102þo var — 104vygunum unnid
Eyrbyggja 1864:
bls. 7-8, 14, 21 og 92
bls. 103
bls. 103
bls. 103
bls. 103
bls. 105
Erfitt er að fullyrða hvaða Eyrbyggjuhandrit Jón Halldórsson hefur
notað vegna þess hve frjálslega hann fer stundum með textann. Ólíklegt
er að hann hafi notað Melabókarhandritið, AM 445b, 4to, eða afkom-
endur þess, að því er ráðið verður af leshættinum, . . . hvatte menn þad
mióg til Kirkiugiórdar . . ., þar hefur Melabók mest.7 Líklega hefur Jón
stuðst við Lbs. 35, fol., en þar er Eyrbyggjuhandrit ritað um 1700 og í
sömu bók kemur á tveimur stöðum fram rithönd sem líkist mjög hönd
Jóns Halldórssonar (bl. 18V—19r í Vatnsdælu og bl. 124v-128r í Lax-
dælu). Eyrbyggjuhandrit þetta er náskylt AM 126, fol., pappírshandriti
með rithönd Jóns Gissurarsonar skrifuðu fyrir 1643. Það eru einkum
þessir leshættir rits Jóns Halldórssonar sem benda til skyldleika við
Lbs. 35, fol:
JH, 21.-22. línu:
. . . monnum eiga heimillt
inn i Himnaryke, sem
standa mættu i þe/rre
K;Vkiu . . .
Lbs. 35, fol. bl. 250r:
. . . monnum eiga heimilltt
Inn i Himeryke, sem
standa mætti I þefrre
Kirkiu . . .
Flest önnur handrit hafa ‘rúm í himnaríki’ og ‘í kirkju þeirri’. Ömefni
hefur Jón fært til þess sem venjulegt var á hans tíma, t. d. er Flyssu-
hverfi Eyrbyggju breytt í Flysjuhverfi til samræmis við Flysjustaði8 og
Haugsvað Eyrbyggju verður hjá Jóni í Hítardal Haugsendavað eins og
hjá Jóni Grunnvíkingi.9
Njála er notuð í 98Næsta Sumar — 102Brennu Nials Sógu. Þar sýnir
7 Eyrbyggja saga herausgegeben von Guðbrandr Vigfusson, Leipzig 1864,
bls. 92.
8 Sbr. Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns V, Kaupmannahöfn 1931-
3, bls. 11.
9 Heiðarvíga saga, udg. Kr. Kálund, bls. 34, sbr. Arbók Hins íslenzka fornleifa-
félags 1886, bls. 27.