Gripla - 01.01.1979, Side 92
88
GRIPLA
leshátturinn, . . . kvad sier veita þungt málaferlin . . ., að Kálfalækjar-
bók, AM 133, fol., hefur verið notuð eða uppskrift frá henni runnin.
Vel er kunnugt um kynni Jóns í Hítardal af Kálfalækjarbók Njálu.10
Grettla er notuð í 104Sonur þeBa — 106Grettis Sógu, en ekki er þar
tekið neitt orðrétt upp svo að ekki verður séð hvaða handrit Grettis
sögu Jón notar.11 Tímatal Jóns getur verið frá ýmsum heimildum runnið
og vísast að fullyrða ekkert um þær.
Af þessu er ljóst að það er helst miðbik ritkornsins sem ekki á sér
ritaðar heimildir sem enn eru til, þ. e. einkum frá 22. línu til 85. línu.
Nú er vitað að Heiðarvíga saga var hér á landi áður en hún fór til
Svíþjóðar 1683. Bjöm M. Ólsen hefur haldið því fram að Þórður
Jónsson eldri (d. 1670) í Hítardal hafi þekkt Heiðarvíga sögu.12 í
Þórðarbók Landnámu er orðunum ‘sem ritad er i sogu Vijgabarda’
bætt við Skarðsárbókartexta, en vandséð er hvort þau em frá Þórði
sjálfum komin eða Melabók Landnámu.13 Svo virðist sem kunnugleika
á Heiðarvíga sögu gæti í spássíugrein í Skarðsárbók Landnámu og er
raunar sennilegt að Bjöm Jónsson á Skarðsá hafi þekkt söguna eða haft
af henni spurnir.14 Sést af þessu að litlu hefur munað að sagan hafi
varðveist heilli til vorra daga.
Eins og fyrr segir er það endursögn Jóns Ólafssonar Grunnvíkings
sem nú er aðalheimildin um hinn glataða fyrri hluta Heiðarvíga sögu.
Kr. Kálund og Bjöm M. Ólsen hafa bent á það að Jón Ólafsson hafi
notað Eyrbyggju til þess að hressa upp á minnið við samningu rits síns
með efninu úr Heiðarvíga sögu.15 í rauninni hefur rit Jóns Ólafssonar
aldrei verið beitt heimildagagnrýni til hlítar; aðeins hefur verið bent á
fáeinar heimildir hans og öðrum þræði gert mikið úr minni hans. Hér
mun heldur ekki mikið að unnið enda um að ræða mjög flókið vanda-
10 Njála I, K0benhavn 1875, bls. 610, sbr. Njála II, Köbenhavn 1889, bls.
668-76.
11 Þessi kafli um Gísla Þorsteinsson er í Grettis sögu Asmundarsonar, Guðni
lónsson gaf út, Reykjavík 1934, (íslenzk fornrit VII), bls. 188-94.
12 Björn M. Olsen, Um íslendingasögur, bls. 199 nm.
13 Skarðsárbók, Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík 1958, bls. 30. Jón Jó-
hannesson, Gerðir Landnámabókar, Reykjavík 1941, bls. 30 telur að Þórður hafi
haft Heiðarvíga sögu.
14 Skarðsárbók, Jakob Benediktsson gaf út, bls. 98sp.
15 Heiðarvíga saga, udg. Kr. Kálund, bls. VII, Björn M. Ólsen, Um íslendinga-
sögur, bls. 183-4.