Gripla - 01.01.1979, Page 94
90
GRIPLA
Líklegt er að í sumum þeirra heimilda sem Jón vitnar til sé Heiðarvíga
saga notuð sem heimild, svo er t. d. um Eyrbyggju og Grettlu og
hugsanlega Laxdælu og Kormáks sögu og einfaldar það ekki málið.17
Víkjum nú aftur að ritkorni Jóns Halldórssonar í Hítardal. Sýnt er
að þeir nafnamir Jón Halldórsson og Jón Ólafsson hafa að sumu leyti
beitt svipuðum aðferðum, því að báðir grípa þeir til fornsagnaþekk-
ingar sinnar, einkum Eyrbyggjuþekkingar, við þessa sagnaritun sína.
En þó er munur á vinnubrögðum þeirra. Líklegt verður að telja að Jón
Ólafsson reyni eftir minni að fylgja því sem hann telur að hafi staðið
í Heiðarvíga sögu. Samt sem áður notar hann ritheimildir þær sem
honum eru handbærar (Eyrbyggju o. fl.) en vitnar sjaldan orðrétt í
annað en ‘Archaismi’. Jón Halldórsson reiðir sig hins vegar ekki eins
mikið á minnið, hann hikar ekki við að vitna beint í ritheimildir sínar,
þannig að Eyrbyggju- eða Njáluorðalag er alls ekki ógreinilegt hjá
honum. Heimildaefni Jóns Halldórssonar er einnig munnlegar sagnir:
örnefnasögur, fyrirburðasögur og draugasögur, sem þó eru líklega
komnar frá Heiðarvíga sögu að einhverju leyti.18 Þar kemur því fram
sjálfstæður frásagnarmáti Jóns í Hítardal.
Enn hefur þó ekki komið skýrt fram eitt af aðalatriðunum varðandi
þetta ritkorn Jóns í Hítardal. Spyrja má hverjar afstæður séu milli rita
þeirra nafnanna. Af því sem að framan greinir má sjá að rit Jóns í
Hítardal hefur verið í eigu Áma Magnússonar fyrir bmnann 1728. Það
er því eldra en endursögn Jóns Ólafssonar. Hefur Jón Ólafsson þá
þekkt ritkom Jóns í Hítardal áður en hann skrifaði endursögnina? Víst
er að hann hefur ekki haft það í höndum þegar hann vann að endur-
sögninni, Árni hefði ekki beðið Jón í Hítardal um það aftur ef svo hefði
verið. En þó er eitt atriði sem bendir ótvírætt til þess að Jón Ólafsson
hafi einhvern tíma komist í kynni við ritkornið áður en hann skrifaði
endursögnina og það er athugasemd hans um vísuna sem Styr átti að
kveða dauður:
þad var stirdt qveden og æde draugaleg dröttqveden visa, alls ölik
þessare sem menn hafa um hónd: horfin er fagur farfi etc. enn þö
17 Björn M. Ólsen, Um íslendingasögur, bls. 201-4.
18 Augljóst er að munnmæli hafa gengið um Víga Styr varðandi bæinn Eiðihús,
sbr. ritkorn Jóns í Hítardal, 78. línu og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns V, bls. 63, ennfremur Heiðarvíga saga, udg. Kr. Kálund, bls. 28.