Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 95
HEIMILD UM HEIÐARVÍGASÖGU
91
var sama meining fyrst i henne, og var þar nefndur litur enn eigi
farfi, nefndi þar i blæiu heim, edur þvilikt, og eige bydur hann
henne þar i ad kyssa sig, helldur seger, ad hiin mune innan skams
byggja med sier molldbiiaheim, edur þvilikt, þad var seinast i
henne.19
Ritkorn Jóns í Hítardal er elsta heimild sem þekkt er um vísuna,
Horfinn er fagur farfi. Jón Ólafsson tilfærir vísuna einnig í orðabók
sinni, AM 433, fol., á undan stafnum T, og er hún þar eins og hjá Jóni
í Hítardal nema hvað leshátturinn kdm er í stað kar. Segir Jón Grunn-
víkingur þar að vísan sé sögð úr sögu Víga Styrs en svo sé ekki, hún sé
yngri.20 Virðist sem vísan hafi eftir daga þeirra nafna verið lengd um
fjögur vísuorð, þannig er hún í Þjóðsögum Jóns Ámasonar og Heiðar-
víga sögu barnaðri af Jóni Hjaltalín (AM 278, 8vo).21
Ritkorn Jóns í Hítardal fyllir þann flokk rita sem Jón Ólafsson kann
að hafa stuðst við þegar hann skrifaði endursögn sína af broti úr
Heiðarvíga sögu.
Textinn er hér prentaður stafréttur eftir Lbs. 132, 4to III, eyður
vegna skemmda handrits em fylltar með ágiskunum en ágiskanir til
eyðufyllinga eru í hornklofum. Leyst er úr böndum og skammstöfun-
um, þar sem úr er leyst er skáletrað. Orð sem fallið hefur niður fyrir
vangá skrifara er í oddklofum.
JLyted Supplementum yfer þattenn af Vyga Stir .. of.. sogn . .* | 2Biórn
hinn austræne sonur Ketels Flatnefs nam land vid Brei[da] | 3fiórd og
biö i Biamarhófn, han«í Sonur var Kiallakur hinn gamle | 4enn sonur
Kiallaks var Þorgrymur, og biuggu þeir fedgar i Biam[ar] | 5hófn hvór
eftter annann. Syner Þorgrymz vom þessir Brandur [i] | 6KroBnese,
Arngrymur og Vermundur hinn Miöe. Arngrymur | 7 var mikill madnr
og sterkur, nefmikill og storbeinottur i andl[ite] | 8 ofstopa og ojafnadar
madur mikill og fyrir þvi var hann Stir kalladur. [Hann] | 9drap marga
menn og oftt fyrir litlar edur óngvar tilgiórder og [bætte] | 10ongva af
þeim *hvad hann reiknadi sier til fremdar og stormennsku og þar af
19 Heiðarvíga saga, udg. Kr. Kálund, bls. 27.
20 Jakob Benediktsson hefur bent mér á þennan stað og kann ég honum bestu
þakkir fyrir.
21 Sbr. Heiðarvíga saga, udg. Kr. Kálund, bls. 27.
* hér eru ólœsilegir slafir jafnmargir punktunum