Gripla - 01.01.1979, Síða 108
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON og STEFÁN KARLSSON
FIMM HUNDRUÐ ÁRA DÓMUR
EÐA FALS?
í íslenzku fornbréfasafni (DI) VI (Rv. 1900-04), nr. 78, er prentað
bréf í tveimur gerðum, A og B. Samkvæmt texta sínum er bréfið dómur
kveðinn upp að Skarði á Landi 25. júní 1476 af sex mönnum til nefnd-
um af umboðsmanni sýslumannsins í Rangárþingi um það hvort Þjórs-
ártungur, landsvæðið norðan Tungnaár, austan Þjórsár og sunnan
Sprengisands, væri ‘eign eður almenningur eður afréttur þeirra manna
er í Landmannahrepp búa’.
Þetta bréf á sér nokkra sérstöðu meðal íslenskra fornbréfa. Það er
ekki varðveitt í frumriti fremur en svo mörg önnur íslensk miðaldabréf,
en óvenjulegt um varðveislu þess er að það er ekki kunnugt í eldri upp-
skriftum en frá 19. öld. Þó hafa fleiri uppskriftir komið í leitimar en
þær sem Jóni Þorkelssyni vóru kunnar þegar hann gaf bréfið út í
Fornbréfasafni.
Árið 1885 komst á kreik fölsuð gerð þessa dóms, sem Sigurður Vig-
fússon vitnaði til í góðri trú í skrifum sínum um staðfræði Njálu
(ísafold XII (Rv. 1885), 76 og 154). Auk A-gerðar dómsins, sem Jón
Þorkelsson prentaði án þes að draga traustleika hennar í efa, prentaði
hann einnig þessa afbökuðu gerð, B, og sýndi fram á að hún væri fölsuð.
Efnis vegna hefur skjal þetta vakið meiri athygli á síðustu árum en
þorri annara dóma frá 15. öld, því að í skjalinu er fjallað um réttindi
til óbyggðs lands, sem áhugi hefur aukist stómm á að undanförnu vegna
veiði — en þó einkum vegna virkjana. Um landsréttindi í Þjórsártung-
um hefur verið fjallað fyrir dómstólum, sbr. Hæstaréttardóma XXVI
(Rv. 1955), bls. 108-33, og enn munu standa deilur um þau. í þessum
málaferlum hefur áður verið að því spurt hvert gildi skjalið um Þjórsár-
tungur kynni að hafa, og í janúar 1973 vórum við Aðalgeir Kristjánsson
og Stefán Karlsson til þess settir með dómkvaðningu á aukaþingi Rang-
árvallasýslu um málið nr. 15/1971 að rannsaka heimildargildi dóms-