Gripla - 01.01.1979, Síða 112
108
1)
*o
2)
GRIPLA
A C*
X Y *D Þ
Z Æ
*Q 3) A_______
A *D Þ X Y *C
X Y Z Æ *D Þ
Z Æ
(Stjörnumerktir stafir tákna glötuð handrit.)
Rétt er að taka það fram, að enda þótt stemma 1) eða 2) gildi, hefur
*0 varla verið frumrit dómsins, þar sem Z, Æ og Þ hafa fyrirsögn eins
og er í A, en í frumbréfi frá þessum tíma hefur ekki verið fyrirsögn
(nema hugsanlega á bakhlið bréfsins). *0 ætti því fremur að hafa verið
texti bréfabókar en frumrits.1
Hér á eftir eru talin upp sameiginleg frávik Z, Æ og Þ frá texta A.
Þessir leshættir eru hugsanlega upphaflegri en samsvarandi leshættir A,
ef stemma 1) gildir, og trúlega, ef stemma 2) gildir, sem kannske er
ólíklegast. Gildi stemma 3) eru þeir að sjálfsögðu marklausir, komnir
upp í *C. (Tölurnar [án hornklofa] vísa til lína í DI VI nr. 78A.)
1 [1] -manna1]
21 [17] fyrr1 ] fyrir
Dæmdumm ] dæmum
33 [28] etc ] enn
Á síðast nefnda staðnum er óhugsandi að etc hafi staðið í frumriti
1 Að óreyndu mætti ætla að meiri notkun á böndum og engilsaxnesku f-i í A
en almennt tíðkast á 19. öld væri vísbending um að skrifað væri eftir eldra forriti.
Svo er þó ekki, því að ritvenjur eru að þessu leyti mjög áþekkar í Lbs. 1727 8vo,
þar sem Oddur Erlendsson hefur skrifað unga texta.
Eitt band í A verður þó ekki í fljótu bragði fundið í 1727, en það er g með
krók-r-i (r rotunda) yfir línu, sem stendur fyrir ‘eður’ í 10., 23., og 24. 1. í A.
Þetta kynni að vera úr eldra forriti.
I stafsetningu víkur A frá 1727 í einni grein, því að í A er ritað Ild (fyrir gamalt
‘ld’) og llt, en í 1727 Id og It a. m. k. að öllum jafnaði. Upp úr miðri 17. öld hverfur
á Suðurlandi (og heldur síðar fyrir norðan) sá greinarmunur sem áður hafði verið
gerður á lld og Id í riti (sbr. Jakob Benediktsson í íslenzkri tungu 2 (Rv. 1960),
44).
Loks má nefna ritháttinn Þiótz á í A fyrir ‘Þjórsá’. Slíkan rithátt með tz má
finna í Skálholtshandriti frá biskupstíð Odds Einarssonar (1589-1630), AM 59
8vo, bls. 85, en síðar í sama texta (bls. 90) er örnefnið tvisvar skrifað með ss, enda
er nafnmyndin ‘Þjótsá’ vafalítið upp komin sem skýringartilraun á framburðar-
myndinni ‘Þjóssá’ eftir að hljóðasamböndin ‘rs’ og ‘ts’ höfðu bæði fengið fram-
burðinn ‘ss’ á 16. öld.
Öll þessi atriði kæmu vel heim við að forrit A hefði verið frá 16. eða 17. öld.