Gripla - 01.01.1979, Page 114
110
GRIPLA
VI nr. 78A tortryggilegt, því að orðalag þess er ekki síður algengt en
hitt: Af 15 frumbréfum frá árinu 1476 með sams konar upphafi hafa 8
kunnugt, en 7 viturlegt, og 7 hafa opnu bréfi, en 8 bréfi.
2) Tíma- og staðsetning er þannig í DI VI nr. 78A í framhaldi af
bréfsupphafinu: anno domini 1476 þriðjudaginn næstan efter Jóns
messu baptista að Skarði á Landi á þingstað réttum. Sama form er á DI
V nr. 402: anno domini m° cd° lx° quinto miðvikudag nœstan fyrir
Cesselíu messu í Skarði í Landmannahrepp á þingstað réttum. Hér er
rétt að víkja nánar að nokkrum atriðum: a) Venja er í bréfum, að í
upphafi tíma- og staðsetningar sé samtengingin að, enda á hún að vera
þar að réttu máli (Það gerum vér . . . kunnugt . . . að . . . vorum vér í
dóm nefndir . . .), en að er stundum sleppt, og svo er gert í báðum þess-
um Skarðsbréfum og þrem öðrum rangæskum bréfum frá seinni hluta
15. aldar, DI V nr. 410 (í Klofa í Landmannahrepp 1466), DI VI nr.
271 (á Keldum í Áverjahrepp 1480) og DI VII nr. 368 (á Eystrum-
Völlum á Landi 1497). — b) anno domini er með algengasta orðalagi
á undan ártali. Algengara í frumbréfum frá 8. tugi 15. aldar er þó orða-
lagið þá (er) liðið var frá hingaðburði vors herra Jesu Christi eða
afbrigði af því, en öll 6 frumbréf úr Rangárvallasýslu frá þessum ára-
tugi hafa orðalagið anno domini. — c) Ártöl í bréfum frá 15. öld eru
einlægt tilgreind með rómverskum tölum eða með töluorðum latneskum
eða íslenskum, en algengt er í uppskriftum frá síðari öldum að snúa
rómverskum tölum í arabískar. — d) Dagsetningin er algjörlega í sam-
ræmi við siðvenju greinds tíma. — e) að Skarði á Landi ] í Skarði í
Landmannahrepp : Eina frumbréfið frá seinni hluta 15. aldar auk DI
V nr. 402, sem nefnir Skarð (DI V nr. 186), hefur einnig síðarnefnda
orðalagið. Vera má að að sé villa í uppskrift, en á Landi á sér hlið-
stæður á þessum tíma, t. a. m. í DI V nr. 139 (1457), í Klofa á Landi í
Landmannahrepp. — f) í báðum bréfunum er á þingstað réttum bætt
við staðarákvörðun, eins og algengt er í bréfum frá þessum tíma, t. d.
DI V nr. 381 (1464) og nr. 460 (1468).
II B
Ef litið er á frávik í formi bréfanna DI VI nr. 78A og DI V nr. 402 að
svo miklu leyti sem það er sambærilegt, má sums staðar benda á hlið-
stæður við orðalag fyrrnefnda bréfsins í öðrum bréfum frá svipuðum
tíma: