Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 115
FIMM HUNDRUÐ ÁRA DÓMUR
111
1) 7 [6] vorum vér í dóm nefndir . . .: Hér hefur DI V nr. 402 til
nefndir í stað í dóm nefndir, en orðalag DI VI nr. 78A er mjög algengt
í frumbréfum, sjá t. d. DI V nr. 575, nr. 597, nr. 602, nr. 623, nr. 629,
nr. 654, nr. 670 og nr. 689 frá árunum 1471-75.
2) 9 [8] meta og skoða ] dœma (DI V nr. 402): Síðara orðalagið er
langalgengast, og orðalagið meta og skoða virðist ekki koma fyrir í
dómsbréfum sem prentuð eru í DI V, en hins vegar skoða og dœma í
DI V nr. 670, frumbréfi frá 1474.2
3) 20-21 [16-17] Því eftir þeim eiði og svo prófuðu máli sem fyrr
skrifað er dœmdum vér . . .: Til þessa svarar aðeins Því dœmdum vér í
DI V nr. 402, sem er mjög algengt. Algjöra hliðstæðu orðalagsins í DI
VI nr. 78A höfum við ekki fundið í DI V, en hliðstæður að nokkru leyti
eru t. a. m. í DI V nr. 122, en að eiðinum unnum dæmdum vér . . .
(1456, AM apogr.), nr. 460, Því fyrir áður skrifaðar greinir dœmdum
vér . . . að svo prófuðu . . . (1468, transskr. frá sama ári), nr. 654, Því
eftir þessum öllum gögnum og vitnum, hefðum og prófum, sem hér
hefir verið svarið fyrir oss . . . dœmdum vér . . . (frbr. 1474), og nr.
698, Því að heilags anda náð til kallaðri að svo prófuðu og fyrir mig
komnu segi eg . . . (frbr. 1475).
4) Innsiglunarformálinn 34-35 [29-30] (Og) til sanninda hér um
setjum vér fyrrnefndir dómsmenn vor innsigli fyrir þetta dómsbréf er
frábrugðinn í DI V nr. 402, og formið þar (þar sem tekið er fram um
innsiglun dómnefnanda), eða afbrigði af því, mun vera algengara um
þetta leyti, a. m. k. í dómum sem sýslumenn eða lögmenn hafa nefnt í.
Þó eru hliðstæður við texta DI VI nr. 78A t. d. í DI V nr. 381 (frbr.
1464), nr. 460 (1468, transskr. frá sama ári), VI nr. 134 (1478, AM
apogr.) og nr. 417 (1483, transskr. frá næsta ári). í þrem fyrstnefndu
dómunum eru dómsmenn nefndir af sýslumanni og í þeim síðastnefnda
af hirðstjóra. Hliðstæður eru í fleiri dómum leikmanna frá þessu skeiði,
sem lakar eru varðveittir, og auk þess í prestadómum. Loks má nefna
að innsiglunarformáli DI VI nr. 78A á sér ótal hliðstæður í frumritum
vitnisburða um jarðakaup og fleira, en í slíkum bréfum er þó að sjálf-
sögðu menn eða prestar í stað dómsmenn og bréf í stað dómsbréf, eins
og stundum í dómsbréfunum sjálfum.
2 Athyglisvert er að dómnefnandi í þessu bréfi er Oddur lögmaður Asmundsson,
sem er nefndur fyrstur dómsmanna í DI VI nr. 78A.