Gripla - 01.01.1979, Page 116
112
GRIPLA
5) í staðar og tímasetningu bréfritunar vantar sjálfa dagsetninguna í
DI VI nr. 78A, og hefur fallið niður annað hvort í uppskrift eða jafnvel
frumriti 1) tilgreining á ritunardegi, 2) tilgreining á hve mörgum dögum
síðar en fyrr segir dómsbréfið var skrifað eða 3) clegi og á undan ári,
ef bréfið hefur verið skrifað sama dag og dómurinn gekk.
II C
Ýmislegt fleira í orðalagi bréfsins DI VI nr. 78A á sér samsvörun í
öðrum dómsbréfum frá svipuðum tíma:
1) 14 [12] Var og svarið fyrir oss af tveimur mönnum á sér hlið-
stæður í ýmsum bréfum, t. a. m. DI V nr. 114 (frbr. 1454), nr. 319
(frbr. 1462), nr. 372 (frbr. 1464), nr. 654 (frbr. 1474) og nr. 689 (frbr.
1475). í engu þessara bréfa stendur þó mönnum heldur prestum, vott-
um eða skilríkum vottum.
2) Orðasambandið hafa og halda, sem kemur fyrir í 16. [13.-14.] og
22. [18.] 1., er einnig að finna í mörgum frumbréfum frá 7. og 8. tugi
15. aldar, t. a. m. DI V nr. 319, nr. 602, nr. 604 og nr. 654 (1462-
1474), og oftar en einu sinni í sumum þeirra.
3) Orðalagið 23 [19] sem eru og verið hafa til er tortryggilegt og
kynni að vera afbakað. En ef þarna ætti að standa vera og verið hafa
væri það í samræmi við dómsúrskurði í DI V nr. 319, . . . dæmdum vér
fyrrnefndir prestar títtnefnda Drangey ... vera og verið hafa óbrigðilega
eign . . . Hólakirkju . . . (frbr. 1462), og nr. 654, . . . dœmdum vér fyrr-
skrifaðir 12 prestar þráttnejndan teig eign jarðarinnar í Hólum vera og
verið hafa . . . (frbr. 1474).
II D
Á tveimur stöðum í bréfinu virðist vera um að ræða bergmál frá orða-
lagi Jónsbókar:
1) 11 [10] . . . hvort það vœri eign eður almenningur eður afréttur
. . . : Sbr. Landsleigubálk, kap. 52.
2) 24-25 [20-21] austur í fjallgarð svo langt sem vötn renna til og
frá héraða á millum : Sbr. Landsbrigðabálk, kap. 6.