Gripla - 01.01.1979, Side 117
FIMM HUNDRUÐ ÁRA DÓMUR
III
113
Niðurstaða okkar af þeirri athugun texta DI VI nr. 78A, sem hér hefur
verið lýst, er sú, að vegna náinna formlíkinda við önnur dómsbréf frá
síðari hluta 15. aldar, sem varðveitt eru í frumriti, transskriftum eða
uppskriftum gerðum fyrir Árna Magnússon eftir frumbréfum, sé óhugs-
andi að umrætt bréf hafi verið falsað frá grunni á síðari öldum. (í þessu
efni gegnir allt öðru máli um DI V nr. 706, sem að er vikið í Hæsta-
réttardómum 1955, bls. 120, þar sem mýmörg atriði í formi og orðfæri
girða fyrir að um gamlan texta geti verið að ræða.)
Að okkar mati hlýtur bréfið því að vera gamalt, a. m. k. að stofni til,
og við höfum ekki fundið nein einstök atriði í formi þess eða orðalagi,
sem benda til þess að þau hafi verið fölsuð, en sum minni háttar frávik
frá venjulegu formi dóma frá þessum tíma kynnu að stafa af afbökun
í uppskriftum ellegar af óvana þeirra sem að gerð bréfsins stóðu, og í
því sambandi má minna á að það er umboðsmaður sýslumanns, en ekki
sýslumaður sjálfur, sem samkvæmt bréfinu nefnir dómsmenn.3
Enda þótt bréfstextinn hljóti að vera gamall, a. m. k. að stofni til,
þarf að sjálfsögðu ekki að felast í því, að bréfið hafi í öndverðu verið
lögmætt skjal, þ. e. a. s. að dómur hafi gengið, eins og hér er lýst, og
hafi verið innsiglaður af öllum tilgreindum dómsmönnum. í því efni á
þessi texti sammerkt við fjölmörg bréf önnur frá fyrri öldum, sem sam-
kvæmt eigin orðum hafa verið innsigluð, en eru aðeins varðveitt í upp-
skriftum — oft í bréfabókum —, sem ekki er staðfest að gerðar séu
eftir frumriti eða vottfestri uppskrift (transskrift), en það að þetta bréf
er aðeins varðveitt í óvenjulega ungum uppskriftum og að það hefur
verið notað til greinilegrar fölsunar á 19. öld (DI VI nr. 78B og trúlega
DI V nr. 706) gerir það þó ekki tortryggilegra en aðrar óstaðfestar
bréfauppskriftir almennt, þar sem form bréfsins og orðfæri virðist girða
fyrir unga fölsun, eins og áður segir.
Að lokum teljum við rétt að minna á, að bréf sem samkvæmt eigin
texta og frágangi ættu að vera frumbréf, geta verið fölsuð á fleiri vegu
en einn. í sumum tilvikum hafa heil bréf verið fölsuð og þá stundum
skrifuð á uppskafninga með gömlum innsiglum (sbr. dæmi í Islandske
originaldiplomer indtil 1450, Kmh. 1963, bls. xxvii-xxxvi), og þá getur
3 Síðarnefnda skýringin er haldlítil þar sem sjálfur lögmaðurinn er meðal dóms-
manna (sbr. 2. nmgr.).
Gripla 8