Gripla - 01.01.1979, Page 119
STEFÁN KARLSSON
ÞORP
Hra/rnar þa/11
sv er stendr þorpi á
*hlyrat henne ba/rcr ne baR.
sva er maþr
sa er maNgi aN
hvat scal hann lengi lifa.1
Svo er 50. erindi Hávamála (en að sjálfsögðu án skiptingar í vísuorð
og með villunni “hlyrar” fyrir “hlyrat” í 3. vo.) í Konungsbók eddu-
kvæða, eina handriti Hávamála sem textagildi hefur.
Hér fer ekki á milli mála að verið er að lýsa vesöld þess sem er einn
og einmana, þannig að í 2. vo., ‘sú er stendr þorpi á’, hlýtur að felast
hugsunin “sú sem stendur ein sér”. En hvað merkir ‘þorp’ í þessu sam-
bandi?
í Edduútgáfu Árnanefndar 1828, þar sem texti Konungsbókar komst
í fyrsta skipti á prent með skýringum, er vísuorðið þýtt “Quæ in vico
stat”, en neðanmáls er athugasemd eftir Jón Johnsonius þar sem tekið
er fram að ‘þorp’ virðist hér hafa víðtækari merkingu en í nútímamáli
og merkja “bersvæði”.2
Hermann Líining mun fyrstur hafa tengt “þorp’ í Hávamálum við
gotneska orðið ‘þaúrp’, sem er þýðing á ‘áyoóg’ (“akur”) á grísku, en
1 Hándskriftet Nr. 2365 4l° gl. kgl. Samling, útg. Ludv. F. A. Wimmer og
Finnur Jónsson (Kh. 1891), 7-8.
- Edda Sæmundar hins fróda III (Kh. 1828), 90: “Þorp hic late extendi videtur,
præter usum hodiernum, ad quemlibet locum propatulum, quod quam recte fiat,
ratio vertitur in etymologia.” — í orðasafni bindisins (259) stendur: “Þorp n.
vicus (hic forte locus propatulus; tumulus elevatus**) in medio vel vicinia vici) H.
50 . . .” (Nmgr.: “**) Tum verisimiliter vocabulum hocce derivandum foret ab adj.
þvrr, torridus, aridus — qvum tumuli & loca elevata ab aqvarum dominio maxime
immunes evadant. Talem fundum novi vici veteres coloni freqventer elegerunt.”)