Gripla - 01.01.1979, Side 120
116
GRIPLA
gerir þó ráð fyrir ofurlítið frábrugðinni merkingu og ákveðinni merk-
ingarþróun: “þorp ist in der álteren sprache (wie auch das goth. þaúrp)
noch nicht “dorf”, sondern es bezeichnet einen baumlosen, steinigten
bergplatz. Auf solchen baut der nordische landmann noch heutzutage
gern sein gehöft, um das gute land fiir den acker zu sparen, und daraus
entwickelt sich denn die bedeutung “wohnplatz” (Vafþ. 49), und bildet
den iibergang zu der bedeutung des agls. þorp, ahd. dorf (villa, vicus).”3
Undir skýringu Lúnings tók t. a. m. Konráð Gíslason, sem segir að
‘þorp’ í Hávamálum merki “(nærmest en skovlös, men dertil i det
hele) en áben plads uden ly og læ”.4
í Lexicon poeticum þýðir Sveinbjörn Egilsson ‘þorp’ sem “locus
editior, collis” með tilvísun til Hávamála (“arbor in colle sita”) og vísu
í Ragnars sögu loðbrókar, sem síðar verður vikið að, þar sem hann telur
að ‘þorp’ sé notað um haug (“de tumulo”).5
Guðbrandur Vigfússon hefur í orðabók sinni langt mál um ‘þorp’ og
segir um Hávamál: “here ‘þorp’ seems to mean a field, fenced place, or
garden as opp. to the ‘wood’”6; í samræmi við það þýðir hann 2. vo.
“in a court”.7
í eddukvæðaorðabók sinni þýðir Gering ‘þorp’ í Hávamálum “freier
ungeschiitzter platz, kahler hugel” og vísar til stuðnings þeirri þýðingu
til vísu í Hálfs sögu, þar sem ‘þorp” sé í merkingunni “grabhiigel”.8 Að
þeirri vísu verður komið síðar.
Á líkan hátt skýrir Finnur Jónsson í Lexicon poeticum 1916 ‘þorp’
í Hávamálum, “höj, bestdende af sten (stengrund)”, og í Ragnars
sögu (“om en gravhöj”); þessar skýringar eru hinar sömu í útgáfunni
1931.9
Milli útgáfna Finns á Lexicon poeticum birtust þó skýringar hans á
3 Die Edda (ZUrich 1859), 272.
4 Njála II (Kh. 1889), 43.
5 Lexicon poeticum antiquœ linguœ septentrionalis (Kh. 1860), 915.
6 An Icelandic-Englisli Dictionary (Oxford 1874), 742.
7 Corpus poeticum boreale (Oxford 1883), 6.
8 Vollstiindiges wörterbuch zu den liedern der Edda (Halle a.S. 1903), 1208. —
Að vísunni í Hálfs sögu (og svipaðri vísu í Ragnars sögu loðbrókar, sem Sveinbjörn
Egilsson vísaði til) er vikið nánar í Kommentar zu den liedern der Edda von Hugo
Gering, útg. B. Sijmons (Halle a.S. 1927), 101.
9 Lexicon poeticum antiquœ linguœ septentrionalis. Ordbog over det norsk-
islandske skjaldesprog (Kh. 1913-16), 642. — 2. útg. (Kh. 1931), 643.
j