Gripla - 01.01.1979, Page 122
118
GRIPLA
sumum skýrendum, en nú skal vikið ögn nánar að grundvelli þeirra,
fyrst 1) og 3).
Grundvöllur merkingarinnar “bersvæði” er gotneska orðið ‘þaúrp’,
enda þótt þýðingin sé eldri en sá rökstuðningur sem hún hlaut af
gotneska orðinu. Þetta orð kemur einu sinni fyrir í gotnesku biblíu-
brotunum og þá sem þýðing á gríska orðinu ‘úyoór’ (Nehem. 5.16).
Venjulega er ‘uygó:’ þýtt á gotnesku með ‘akrs’, og það er því alls ekki
víst að ‘þaúrp’ hafi einmitt merkinguna “akur”; t. a. m. hefur Wilhelm
Streitberg þýðinguna “bebautes Land, Acker”.11 í annan stað er sú
merkingarþróun sem Liining gerði ráð fyrir harla vafasöm.12 T. a. m.
segir Sigmund Feist í orðsifjabók sinni: “Die grundbedeutung des germ.
st. *þurpa- ist nicht sicher zu ermitteln, ob “dorf” oder “schar””, og í
2. útgáfu tekur hann enn ákveðnar til orða: “Grundbedeutung von
germ. St. þurpa- ist Schar”.13
Varðandi skýringuna “svæði milli húsa” er þess að geta að því fer
fjarri að merkingin “en liden gárd, en plads” í orðinu ‘torp’ sé einráð
í nýnorsku; hún er aðeins til í sumum mállýskum. A undan henni nefnir
Alf Torp í orðsifjabók sinni merkingamar “skare, flok av ringe men-
nesker, pak . . . (ogsaa sammenstimlet flok kreatur); samling av uanse-
lige hus” úr ýmsum mállýskum.14 Trúlegt virðist því að sú merking
orðsins ‘torp’ í nýnorsku, sem Finnur vísaði til, sé afleidd, og því er
hæpið að nota hana til skýringar á orðinu ‘þorp’ í Hávamálum. Þar að
auki væri heldur ólíklegt að í Hávamálaerindinu væri skírskotað til
slæmra vaxtarskilyrða furu heima við hús, því að mergurinn málsins í
samlíkingu erindisins hlýtur að vera sá að þöllin standi ein sér.
Þá er að víkja að vísu þeirri í Ragnars sögu og Hálfs sögu, sem til
hefur verið vísað til stuðnings því að ‘þorp’ í Hávamálum merkti
“hæð”.15 Þessi vísa er afbökuð í báðum sögunum, en hljóðar svo:
11 Die gotische BibeL Zweiter Teil: Gotisch-griechisch-deutsches Wörterbuch
(2. útg., Heidelberg 1928), 147.
12 Sbr. mismunandi skýringar hjá Jan de Vries, Altnordisches etymologisches
Wörterbuch (2. útg., Leiden 1962), 617-18.
13 Etymologisches Wörterbuch der gotischen Sprache (Halle a.S. 1909), 273. —
2. útg. (Halle a.S. 1923), 372.
14 Nynorsk etymologisk ordbok (1919; ljóspr. Ósló 1963), 797.
15 Grjótið sem Liining tróð inn í sína skýringu og fylgdi með í skýringu Finns
í Lexicon poeticum og hjá sumum síðari skýrendum (t. d. Eddukvœði, útg. Ólafur
Briem (Rv. 1968), 104) á sér enga stoð.