Gripla - 01.01.1979, Page 123
ÞORP
119
[Ragnars saga]
Þat var fyRÍr launghv.
[Hálfs saga]
Þa varð ek þessa
þorfs fadandhe16
er i leid meghir
heklinghs foru.
hlumtvnghvm
fram. vm sallta
slod birtinga.
Þat var fyrer laungu
er leid helldu
helldr hundmarger
hæklings feru
Sigldu um sallta
slod birtinga
þa uard eg þessa
þorfs Radandi17
Undarlegt er að á báðum stöðunum skuli standa þorfs,18 en varla
getur verið um aðra orðmynd að ræða en ‘þorps’. Skýring á ritmyndinni
þorfs er þá annað hvort samfall hljóðasambandanna ‘fs’ og ‘ps’ í fram-
burði, sem reyndar kemur sjaldan fram í ritmáli þegar ‘s’ er beygingar-
ending, eða mislestur á forriti þar sem stafirnir / og p hafa verið líkir.
Síðasta orðið í Ragnars sögu textanum hlýtur að vera afbökun á ‘ráð-
andi’; sítt r eða hásteflings-r hefur verið mislesið sem engilsaxneskt /.
Fyrri hluti vísunnar er spilltur í báðum gerðum. Vit má fá í texta
Hálfs sögu með því að breyta helldu í ‘hölðar’ og feru í ‘fóru’, eins og
Sophus Bugge gerði,19 eða breyta aðeins feru í ‘firar’, eins og gert er í
útgáfunni í Saga-Bibliothek,20 en Finnur Jónsson kaus að bræða saman
textana:
Þat var fyr lpngu,
er í leið megir
16 NkS 1824 b 4to, f. 76v. Sbr. Vglsunga saga ok Ragnars saga loðbrókar, útg.
Magnus Olsen (Kh. 1906-08), 174; Den norsk-islandske skjaldedigtning II A, útg.
Finnur Jónsson (Kh. 1915), 241. — Magnus Olsen las hlumtvnghvm og fadandhe
(eða Radandlie) og virðist það vera rétt; þó er líkt því að einn stafur standi á eftir
síðara orðinu.
17 Tlie Saga Manuscript 2845 4>° in the Old Royal Collection in the Royal
Library of Copenhagen (Manuscripta Islandica 2, útg. Jón Helgason, Kh. 1955),
f. 32v.
18 Finnur Jónsson las þorps í 2845, sbr. Den norsk-islandske skjaldedigtning II
A, 241, en Hubert Seelow hefur bent mér á að þar standi einnig þorfs. Þannig las
Sophus Bugge með réttu í útgáfu sinni (Norröne Skrifter af sagnhistorisk Indhold
(Chria 1864-73), 5).
19 Norröne Skrifter af sagnhistorisk Indhold, 4-5.
20 Hálfs saga ok Hálfsrekka, útg. A. Le Roy Andrews (Altnordische Saga-
Bibliothek 14, Halle a.S. 1909), 74.