Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 124
120
GRIPLA
heldr hundmargir
Hœklings fóru.21
Upphaflegur texti vísuhelmingsins verður seint endurgerður með vissu,
en sameiginlegur texti gerðanna ásamt 5. og 6. vo. hrekkur til þess að
unnt sé að fullyrða að þar er lýst för manna á sjó. Óvíst er hvort
‘Hœklingr’ (‘Hæklingr’22 eða ‘Heklingr’23) hefur upphaflega verið nafn
á ákveðnum manni í vísunni ellegar sækonungsheiti eins og ‘Hœkingr’
(‘Hækingr’ eða ‘Hekingr’),24 sem trúlega er af sama stofni. í Hálfs sögu
er Hæklingur sagður hafa verið víkingur sem hafi farið með her á
hendur Ögvaldi konungi og fellt hann, og Ögvaldur konungur er látinn
kveða umrædda vísu í haugi sínum. í samræmi við það þýddi A. Le Roy
Andrews ‘þorp’ “kahler hiigel” með tilvísun til Gerings,25 og Finnur
Jónsson þýddi tvö síðustu vísuorðin “da kom jeg i besiddelse af dette
torp (stengrund?)”.26
í Ragnars sögu er vísan hins vegar lögð í munn ónefndum trémanni,
og í beinu framhaldi af henni eru tvær vísur, sem eru ekki í Hálfs sögu,
þar sem trémaðurinn segist hafa verið settur niður á ströndinni af
sonum Loðbrókar, verið blótinn til bana mönnum og beðinn að standa
þar ‘meðan strönd þolir’.27 Þar er engum haugi til að dreifa, sem tré-
maðurinn ræður fyrir, þannig að niðurlagsorð fyrstu vísunnar verða
merkingarleysa, ef þeim er gefið það inntak sem þeim hefur verið fengið
í Hálfs sögu, enda hefur verið gert ráð fyrir því að höfundur Ragnars
sögu hafi fengið vísuna að láni og skeytt henni framan við hinar vís-
urnar tvær.28 Þetta er þó harla vafasamt, því að vísurnar þrjár í Ragnars
sögu tengjast 49. og 50. erindi Hávamála. í fyrstu vísunni er reyndar
ekki annað sameigið Hávamálum en orðið ‘þorp’, en í þeirri síðustu
21 Den norsk-islandske skjaldedigtning II B (Kh. 1915), 260-61.
22 Lexicon poeticum (1931), 307.
23 E. H. Lind, Norsk-isiándska dopnamn ock fingerade namn frán medeltiden
(Upps. 1905-15), 506.
24 Den norsk-islandske skjaldedigtning I A, útg. Finnur Jónsson (Kh. 1912),
651; I B (Kh. 1912), 657. — Sbr. einnig rit sem vísað er til í 22. og 23. nmgr.
25 Háifs saga ok Hálfsrekka (1909), 73-74.
26 Den norsk-isiandske skjaldedigtning II B (1915), 261.
27 Vglsunga saga ok Ragnars saga loðbrókar (1906-08), 174-75.
28 Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie II. 1 (Kh.
1898), 143. — Vplsunga saga ok Ragnars saga loðbrókar (1906-08), 221-22. (Hér
þýðir Magnus Olsen tvö síðustu vísuorðin “da fik jeg denne bolig at eie”.)