Gripla - 01.01.1979, Side 125
ÞORP
er einmitt lýst skjólleysi og vesöld
Hávamála:
[Ragnars saga]
Þar báðu standa
meðan strond þolir
mann hjá þyrni
ok mosa vaxinn.
Nú skýtr á mik
skýja gráti;
hlýr hvárki mér
hold né klæði.29
121
trémanns líkt og gert er í 49. erindi
[Hávamál]
Váðir mínar
gaf ek velli at
tveim trémgnnum;
rekkar þat þóttusk
er þeir rift hofðu;
neiss er n0kkviðr halr.30
Auk þess birtir Ragnars sögu vísan áþekka mynd þeirri sem dregin er
upp af skjólleysi og einmanaleik þallarinnar í 50. erindi Hávamála.31
Þá er þess að gæta að eðlilegra virtist að ‘þessa þorps’ vísaði til
einhvers sem áður hefði verið nefnt í vísunni en að það vísaði út fyrir
hana. Grunur vaknar því á að formáli vísunnar í Hálfs sögu sé sprottinn
af misskilningi á henni eða rangtúlkun, en ‘Hœklings firar/holðar/meg-
ir’ hafi í öndverðu verið kenning um víkinga og ‘þessa þorps’ hafi vísað
til þeirra. Þá hefði ‘þorp’ merkinguna “hópur, flokkur, lið”, sbr. skil-
greiningu Eddu, þar sem talin eru ýmis orð um hópa, “þorp [heitir], ef
iii. ro”.32 Sú merking kæmi einnig vel heim við trúlega frummerkingu
orðsins og algengar merkingar í nýnorsku.33 í vísunni væri þá sá sem
hún er lögð í munn að segja frá glæstri fortíð sinni, þegar hann hefði
orðið foringi víkingaflokks sem sigldi um höf.34
29 Vglsunga saga ok Ragnars saga loðbrókar (1906-08), 175. — Stafsetning
samræmd hér.
30 Hándskriftet Nr. 2365 4to gl. kgl. Samling (Kh. 1891), 7. — Stafsetning sam-
ræmd hér (‘ek’ er tvítekið við línuskipti í handritinu).
31 Sbr. Kommentar zu den liedern der Edda von Hugo Gering (1927), 101,
þar sem trémaður Ragnars sögu er talinn rekja raunir sínar “mit deutlicher an-
spielung auf diese zeile” (þ. e. 3. vo. 50. er. Hávamála).
32 Edda Sttorra Sturlusonar, útg. Finnur Jónsson (Kh. 1931), 188. — Sbr. einnig
sögnina ‘þyrpask’ í fornu máli.
33 Sbr. hér að framan og tilvísanir í 13. og 14. nmgr.
34 Varðandi orðalag má t. a. m. vísa til hliðstæðna í Sigurðar kviðu skamma,
‘meðan fjórir vér folki róðum’ (De gamle Eddadigte, útg. Finnur Jónsson (Kh.
1932), 272), og Njáls sögu, ‘liðs ráðandi’ (Brennu-Njáls saga, útg. Einar Ól. Sveins-
son (íslenzk fornrit XII, Rv. 1954), 477).