Gripla - 01.01.1979, Side 126
122
GRIPLA
En hvað verður um fyrri skýringar á orðinu ‘þorp’ í 50. erindi Háva-
mála, ef þær missa stuðning af merkingu orðsins ‘þaúrp’ í gotnesku,
síðari merkingu í norsku og merkingu orðsins í vísunni í Hálfs sögu og
Ragnars sögu? Hvorki hlýr þeim börkur né barr.
Minnsta hugsanlega villa í texta Konungsbókar væri sú að nefhljóðs-
strik hefði fallið niður yfir á í 2. vo.35, þannig að upphaf erindisins ætti
að vera:
Hrærnar þæll
sv er stendr þorpi á(n).
‘Þorp’ væri þá hér í merkingunni “trjáþyrping”, sem væri hliðstæð
merkingunum “mannþyrping” og “húsaþyrping”, sem orðið hefur sann-
anlega haft í fornu máli.36 Ef þöllin er sögð standa ‘án þorpi’, yrði
reyndar að gera ráð fyrir að ‘þorp’ væri hér “þyrping skjóltrjáa”, þ. e.
a. s. trjáþyrping sem ekki væri litið á þöllina sem hluta af (við ákjósan-
leg skilyrði). Hliðstæð er staða höfðingjans gagnvart sínu ‘þorpi’ ( =
“liði”) í vísunni í Hálfs sögu og Ragnars sögu, ef hún er rétt skýrð hér
að framan.
Forsetningin ‘án’ stjórnar sem kunnugt er ekki síður þágufalli en
þolfalli og eignarfalli í fornu máli, og varðandi stöðu forsetningarinnar
á eftir orðinu sem hún stýrir má vísa til ákvæðis í kristinrétti Jóns erki-
biskups: “Eru þessar helganir, skím ok ferming, svá samtengðar at
hvárgi má annarrar án, nema dauði komi í millum.”37 Hér kynnu orðin
‘hvárgi má annarrar án’ að vera gamalt stuðlað orðtak ellegar jafnvel
35 Endranær (þrisvar) er forsetningin ‘án’ skrifuð fullum stöfum án í Konungs-
bók (sbr. Gering, Vollstandiges wörterbuch zu den liedern der Edda), en á einum
stað (Hávamál 33) stakk Bugge upp á að “nema” kynni að vera misritun fyrir “ne
an”. Ef svo er, mætti ætla að skrifara hafi verið ókunnuglegt að binda forsetning-
una og því hafi verið hætta á textaspjöllum þegar svo var gert í forriti.
36 Sbr. einnig nýnorsku merkinguna “sammenstimlet flok kreatur”, sbr. 14.
nmgr. — Ekki virðist ólíklegt að ‘þorp’ hafi í fornu máli verið notað um hóp eða
samsafn af hverju sem var. Síðar hefur merkingin “húsaþyrping” orðið einráð í
íslensku, en ‘þyrping’ (sem ekki eru kunn dæmi um í fornu máli) tekið við hlut-
verki ‘þorps’ í víðtækari merkingu.
37 Norges gamle Love indtil 1387 II, útg. R. Keyser og P. A. Munch (Chria
1848), 344. Stafsetning er samræmd hér. Þessi texti er einnig í kristinrétti Arna
biskups (Norges gamle Love indtil 1387 V, útg. Gustav Storm og Ebbe Hertzberg
(Chria 1895), 22), en þar hefur ‘vera’ verið bætt við á eftir ‘án’. — Sbr. einnig
hliðstæðu í færeysku, Jóhan Hendrik W. Poulsen, ‘Ón’, Sjötíu ritgerðir (Rv. 1977),
656.