Gripla - 01.01.1979, Page 128
STEFÁN KARLSSON
SKINNRÆMUR ÚR SKÁLHOLTSBÓK
(AM 351 FOL.)
Jónsbókarhandritið Skálholtsbók eldri (AM 351 fol.) var gefið
út Ijósprentað 1971 með rækilegum inngangi eftir Chr. Westergárd-
Nielsen,1 og í ritdómi í Skírni2 reyndi sá sem þetta ritar að fylla þá
mynd sem útgefandi brá upp af bókinni. AM 351 fol. var afhent Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi til varðveislu í nóvember 1975, og við
móttöku hennar gafst þess kostur að huga nánar að fáeinum atriðum
sem höfðu vakið forvitni við samningu ritdómsins. Hér er ætlunin að
leiðrétta eina falskenningu sem þar er sett fram.
í ljósprentinu eru birtar myndir af sex skinnræmum sem hafa legið
þvert um kjöl bókarinnar til styrktar bandinu, og þess er getið í inn-
ganginum (28.-29. bls.) að tvær þeirra séu brot úr kaþólskri messu-
söngbók, en fjórar “with some Icelandic text”. í ritdóminum (200. bls.)
er þetta íslenska krot talið frá 15. öld, og því eru gerðir skórnir að
skrifað hafi verið á þessar ræmur um leið og þær hefðu verið settar
upphaflegu bandi til styrktar. Þetta er rangt.
Sneplarnir vóru teknir úr bandinu vegna ljósprentunarinnar, og þeir
hafa ekki verið settir í það aftur. Þegar ræmumar fjórar eru skoðaðar
sjálfar reynist unnt að lesa betur en í Ijósprentinu það sem á þeim
stendur, en jafnframt kemur í ljós að þær eru allar skornar úr sama
blaði, og göt á öðrum jaðri þriggja ræmanna sýna að þetta blað hefur
verið skorið úr bók. Á milli þessara gata eru 6 mm. að jafnaði, en
meðalbil á milli línustrika í 351 er 6,2-6,3 mm., svo að nærtækt er að
ætla að ræmurnar fjórar séu úr blaði úr handritinu sjálfu.3
Sú hugmynd fær stuðning af því, að í síðasta kveri bókarinnar eru
1 Skálholtsbók eldri (Early Icelandic Manuscripts in Facsimile IX, Kh. 1971).
2 Skírnir 146 (Rv. 1972), 198-204.
3 Skýringin á heldur styttri bilum á milli jaðargata á ræmunum væri þá sú, að
skinnið í þeim hefði hlaupið ögn, enda hefur það velkst meira en skinnið í þeim
blöðum bókarinnar sem eru á sínum stað,