Gripla - 01.01.1979, Side 129
SKINNRÆMUR ÚR SKÁLHOLTSBÓK
125
aðeins 7 blöð (ff. 127-133), en 8 í flestum hinna. F. 127 er stakt, og
Westergárd-Nielsen taldi að þetta síðasta kver hefði í öndverðu verið
8 blaða kver, en aftasta blaðið hefði verið skorið úr því áður en bókin
var bundin (inng., 29. bls.). Þetta er án efa rétt, því að innri spássía á
f. 127 er mun mjórri en á öðrum blöðum bókarinnar, en svo væri varla
ef blaðið hefði í upphafi átt að vera stakt.
Texta handritsins þrýtur efst í síðari dálki f. 133v, og blað á eftir því
hefði verið autt og mátt krabba á það ekki síður en í auða dálkinn á
f. 133.4
Enn er þess að geta að á blaðinu sem ræmurnar eru skornar úr er
bilið frá blaðjaðri að ofan (ef blaðið hefur snúið eins og hér er gert ráð
fyrir á eftir og ekkert vantar ofan á það) og niður að efsta gati rétt það
sama og í 351. Hins vegar er bilið frá blaðjaðri á hlið og inn að götun-
um breiðara en á flestum blöðum handritsins, en sýnilegt er að bókin
hefur verið skorin að framan og að neðan, trúlega þegar hún var bundin
undir lok 17. aldar (sbr. inngang Westergárd-Nielsens, 27.-30. bls.)
Myndasíðurnar með ræmunum fjórum eru í ljósprentinu merktar C
og D, og sneplarnir verða hér tölusettir ofanfrá, sumpart eins og þeir
raðast saman og sumpart eins og þeim er raðað á myndasíðurnar. Við
þessa röðun er gert ráð fyrir að lesmálið á blaðinu, sem ræmurnar eru
skornar úr, hafi snúið eins og í bókinni en ekki allt staðið á höfði:
rl = C4
r2 = D3
r3 = D2
r4 = D1
vl = D4
v2 = C3
v3 = C2
v4 = Cl5
Mest af lesmálinu á ræmunum er af aftari blaðsíðu, ef blaðið hefur
snúið eins og hér er gert ráð fyrir, en ofarlega á fremri blaðsíðu (rl)
er stafrófið, a-t, með hendi frá 15. öld eða e. t. v. þeirri 16. Víðar á
þessari blaðsíðu sjást einstakir stafir eða orð, en ekkert heilt orð verður
4 Ekki hefur tekist sem skyldi að lesa skrif á íslensku neðst í þessum dálki, sbr.
ritdóminn (204. bls.). Vafasamt er að þar sé nefnd bók og einhver Hannesson, en
af vísunni hefur tekist að lesa þetta: “. . . er liot ok mogur ok lagit er eigi a neinu
eigi loot ec audgrund fogur . . .” Skriftin á þessu er frá ofanverðri 15. öld eða fyrri
hluta 16. aldar.
5 Þessi ræma hefur dottið í þrjá hluta, og á myndunum í ljósprentinu hafa enda-
bútarnir víxlast og standa báðir á höfði, en síðar hafa partarnir verið festir saman
á réttan hátt.