Gripla - 01.01.1979, Side 130
126
GRIPLA
þar lesið. Stafagerð bendir sums staðar til 16. aldar og annars staðar til
17. aldar.
Á aftari blaðsíðunni er einnig ofurlítið ólæsilegt krabb, m. a. klesstur
línustúfur á v2, en allt sem lesið verður virðist vera frá 15. öld.
v2: “[Þjessi bod uoru [s]ett [a]f he[r/-]a Mag[nuse]” — “[Þ]essi bod6
voro sett af7”. Þetta á að öllum líkindum við skriftaboð þau sem standa
á f. 95 í 351 með fyrirsögninni “Þetta eRu bod herra magnus byjknpi”
og upphafinu “Boð þeísi woro sett af herra Magnusi byskupi . . ,”8
v3: “kxyhs clmxs rþm x nlh yci nxggy rlx nlh”. Nokkrir stafanna eru
skertir eða óskýrir af öðrum sökum, en það sem séð verður kemur vel
heim við það sem hér er prentað. Þó virðist 3. stafur í 1. orði, sem hér
er lesinn “y”, vera fullt eins líkur “r” eða “n”, og í 3. orði er óvíst
hvort 2. stafur er “þ” eða “p”. Þetta er greinilega villuletur, og sé rétt
lesið leikur enginn vafi á hvernig ráða skal: “haukr einar son a mik uel
matíu sia mik”.9
v4: “nu gefnr vel penncn seiger havkr bonde ok er þo jlla skrifath
sem10”. Vera má að handaskil séu á eftir “bonde”, og hugsanlegt er að
orðin þar á eftir séu með sömu hendi og villuletrið ofan við. Öruggt má
telja að þessi skrift sé frá 15. öld, og ok-bandið, sem líkist tölunni 3 og
nær niður fyrir línu bendir fremur til miðbiks aldarinnar eða síðari hluta
en til fyrsta þriðjungs.11
6 Þetta var mislesið “bond” í ritdóminum og sama orð á fyrri staðnum prentað
“bo[n]d”. Af því spratt sú ranga hugmynd að á sneplana hefði verið skrifað um
leið og þeir vóru settir sem “bönd” í band bókarinnar.
7 Fyrri stafurinn er óskýr og sá síðari skorinn.
8 Upphafið er ‘Þessi boð vóru sett . . .’ í mörgum öðrum uppskriftum textans,
sbr. íslenzkt fornbréfasafn I (Kh. 1857-76), 435-63.
9 c = e; g = t; h = k; i = 1; k = h; 1 = i; m = n; n = m; þ (eða p) = o;
r = s; s = r; x = a; y = u. (Sbr. Ole Wonn's Correspondence with Icelanders,
útg. Jakob Benediktsson (Bibliotheca Arnamagnæana, Kh. 1948), 221-22 og 459-
60.) Væri 1. orðið “kxrhs” eða “kxnhs”, ætti að lesa “haskr” eða “hamkr”, sem
er ótækt, en 3. orð má lesa “son” hvort sem heldur stendur “rpm” eða “rþm”.
10 Hér á eftir fer einn skorinn stafur, e. t. v. “v”.
11 Elstu dæmi í bréfum um þessa gerð ok-bands má sjá í Islandske original-
diplomer indtil 1450, faksimiler (Editiones Arnamagnæanæ, Suppl. 1, Kh. 1963),
nr. 247 og 250 (Reykholti 1434), 267 (Munkaþverá 1439) og 295 og 296 (Skálholti
1443), en eftir miðja öldina verður þessarar bandgerðar oftar vart, einkum í norð-
lenskum bréfum.