Gripla - 01.01.1979, Síða 131
SKINNRÆMUR ÚR SKÁLHOLTSBÓK
127
Að öllum líkindum er átt við sama Hauk í báðum línunum, en á 15.
öld er Hauksnafn svo fátítt, að eftir 1450 kemur aðeins einn Haukur
við heimildir, og hann hefur það sér til ágætis að vera Einarsson og bera
virðingartitilinn ‘bóndi’ í öðru þeirra tveggja bréfa sem hann kemur við.
1461 á bóndinn Haukur jarðakaup við Björn bónda Þorleifsson og selur
honum þrjár jarðir fyrir vestan, en fær í staðinn jarðir fyrir sunnan.
Kaupin fóru fram í Skálholti, en kaupbréfið er skrifað í Ási í Holta-
mannahreppi.12 í hinu bréfinu er Haukur Einarsson meðal votta við
samning Þorleifs Björnssonar [Þorleifssonar] við Stefán nokkurn Jóns-
son; þessi samningur var gerður 1462 í Hruna í Hrunamannahreppi og
bréfið skrifað þar.13
í registri við 5. bindi Fornbréfasafns hefur Steinn Dofri14 talið Hauk
son Einars prests Haukssonar (d. 1430), sem var ráðsmaður Skálholts-
stóls á átjánda ár,15 en ekki þekki ég rök fyrir þeirri ættfærslu önnur en
þau líkindi nafnanna sem við blasa. Hvað sem ætterninu líður væri í
sjálfu sér ekkert athugavert við það að sunnlensks virðingarmanns og
jarðeiganda væri getið í krabbi á lögbók Skálholtsstóls, en hitt kann að
virðast með meiri ólíkindum að Hauki skuli vera eignuð bókin, eins og
gert er í villuletursklausunni. Það er raunar ekki öldungis víst að ræm-
urnar úr bandi 351 séu einmitt úr blaði úr því handriti, þannig að Hauki
Einarssyni kynni hér að vera eignuð önnur bók, en meiri líkur eru þó
á því að það sé Skálholtsbók sem villuletursorðin eiga við. Þau veikja
því röksemdir fyrir því að bókin hafi verið í eigu Skálholtsstóls frá því
að hún var skrifuð (sbr. inngang Westergárd-Nielsens, 26.-27. bls.)
Önnur rök hafa fundist sem mæla gegn því að 351 hafi verið skrifuð
í Skálholti og benda jafnframt til þess að bókin sé nokkru yngri en talið
hefur verið. Þeim verður vonandi unnt að koma á framfæri í síðari
Griplugrein eftir að þau hafa verið könnuð nánar.
12 íslenzkt fombréfasafn V (Kh. og Rv. 1899-1902), nr. 229.
13 Islenzkt fornbréfasafn V, nr. 321.
14 “. . . Jósafat ættfræðingr Jónasson hefir safnað öllu til manna og staðanafna-
registrsins, og ættfært ótæpt og rökvíslega bæði í registrinu sjálfu og neðanmáls við
það . . .” segir útgefandi, Jón Þorkelsson, í formála, iv. bls.
15 Islandske Annaler índtil 1578, útg. Gustav Storm (Kria 1888), 295.