Gripla - 01.01.1979, Page 132
GUÐNI KOLBEINSSON oc IÓNAS KRISTIÁNSSON
GERÐIR GÍSLASÖGU
VARÐVEISLA OG ÚTGÁFUR
Gíslasaga er varðveitt í þremur miðaldahandritum eða ígildum
þeirra, heilleg í tveimur, brot í hinu þriðja. Handritin eru þessi, talin í
aldursröð skinnbóka:
S: Sögubók sem um skeið var í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn,
en mun hafa glatast seint á 18. öld. Áður en hún týndist höfðu verið
gerð eftirrit á pappír sem varðveist hafa. Þá var eyða framarlega í
Gíslasögu; samkvæmt vitnisburði eftirritara vantaði fjögur blöð í skinn-
bókina sem geymt höfðu um það bil sjöttung sögunnar. Eftir uppskrift-
unum hefur S-gerðin verið prentuð tvívegis:
Tvœr sögur af Gísla Súrssyni, Kbh. 1849, bls. 75-160 (útg. Konráð
Gíslason).
Membrana Regia Deperdita, Kbh. 1960, bls. 1-80 (útg. Agnete Loth).
Upphaf sögunnar aftur í 10. kapítula hefur auk þess verið prentað
tvisvar:
Gísla saga Súrssonar, Kbh. 1929, bls. 74-83 (útg. Finnur Jónsson).
íslenzk fornrit VI. Vestfirðinga sögur, Rvík 1943, bls. 1-38 (neðri
texti, útg. Björn K. Þórólfsson).
í báðum heildarútgáfunum er lagt til grundvallar eftirrit Ásgeirs
Jónssonar, AM 149 fol. (kallað A1 í útg. A.L.). Auk þess hefur Agnete
Loth kannað önnur eftirrit skinnbókarinnar og prentar fullkominn
orðamun úr tveimur þeirra. AM 482 4to (A2) er raunar eftirrit eftir 149
og hefur því ekkert sjálfstætt gildi. En Ny kgl. sml. 1181 fol., sem
skrifað hefur Jón Johnsonius (kallað J í útg. A.L.), er sjálfstætt eftirrit
skinnbókarinnar. Finnur Jónsson segir um uppskrift Johnsoniusar (útg.
Gíslasögu 1929, bls. v): ‘Sammenligner man nu denne afskrift med
Ásgeirs, opdages det hurtig, at den stár langt over dennes i nöjagtig-
hed.’ Samkvæmt því prentar Finnur söguupphafið eftir 1181 (og sömu-
leiðis Björn K. Þórólfsson í Vestfirðinga sögum). Agnete Loth viður-