Gripla - 01.01.1979, Page 133
GERÐIR GÍSLASÖGU
129
kennir einnig að textinn í 1181 sé ‘uden tvivl nogle steder . . . rigtigere
end texten i A1'2.’ Þó leggur hún 149 til grundvallar í útgáfu sinni.
‘Nár dette . . . er sket,’ segir hún, ‘skyldes det f0rst og fremmest det
forhold, at retskrivningen i J er nogenlunde systematisk normaliseret,
medens den i A1"2 er mere uregelmæssig og derfor for sá vidt má an-
tages at stá den tabte membran nærmere, sk0nt den dog pá den anden
side næppe er bogstavret.’
Meðan sögutextinn hefur ekki verið prentaður í heild sinni eftir
1181, þurfa menn því að gæta vel orðamunarins sem Agnete Loth
prentar neðanmáls í útgáfu sinni. Og í nýrri samræmdri útgáfu ætti
líklega að leggja J til grundvallar.
Texti vísnanna er blandaður eða leiðréttur eftir M bæði í 149 og
1181. En Arni Magnússon hefur skrifað vísurnar ómengaðar eftir
skinnbókinni, og er sú uppskrift í AM 761 b 4to. Johnsonius segir um
vísurnar í bréfi til Suhms (Membr. Reg. Dep., bls. xxiv): ‘Viserne kom
meget overeens i begge Membranis, ere bedre i Regio, men kan dog
ikke forstaaes, uden man hielper sig med begge.’ Agnete Loth prentar
vísurnar að sjálfsögðu eftir uppskrift Árna Magnússonar.
Agnete Loth ræður það af stafsetningu eftirritanna að skinnbókin
hafi í síðasta lagi verið rituð um miðja 14. öld (Membr. Reg. Dep.,
bls. lxxxvi-lxxxviii).
B: AM 445 c 1 4to, leifar af sögubók sem glötuð er að öðru leyti,
eitt blað úr Víga-Glúmssögu og fjögur úr Gíslasögu, öll talsvert skert.
Handritið er talið skrifað í upphafi 15. aldar.1 Gíslasögubrotið hefur
tvisvar verið prentað:
Gísla saga Súrssonar 1929 (sjá fyrr), bls. 84-95.
Hándskriftet AM 445c, I, 4to. Brudstykker af Víga-Glúms saga og
Gísla saga Súrssonar, Kbh. 1956, bls. 33-70 (útg. Jón Helgason).
M: AM 556 a 4to, sögubók talin rituð á síðasta fjórðungi 15. aldar.2
Þetta handrit hefur verið lagt til grundvallar flestum útgáfum Gísla-
sögu og þá jafnframt verið undirstaða undir rannsóknum á sögunni og
þýðingum á erlend mál. Margar útgáfurnar eru að sjálfsögðu eftir-
1 Sjá Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsamling I, 642. Síðari
fræðimenn fallast á þessa aldursákvörðun, meðal annarra Finnur Jónsson og Jón
Helgason í útgáfum sínum.
2 HarÖar saga utgiven av Sture Hast, Kbh. 1960, inngangur, bls. 82-86.
Gripla 9