Gripla - 01.01.1979, Síða 134
130
GRIPLA
prentanir, en hér skulu nefndar fimm sem allar munu byggðar á sjálfu
handritinu:
Tvœr sögur af Gísla Súrssyni (sjá fyrr), bls. 1-74.
Altnordische Saga-Bibliothek 10. Gísla saga Súrssonar, Halle a.d. S.
1903 (útg. Finnur Jónsson), bls. 1-100.
Gísla saga Súrssonar 1929 (sjá fyrr), bls. 1-73.
íslenzk fornrit VI (sjá fyrr), bls. 1-118.
Gísla saga Súrssonar, Kbh. 1956 (útg. Agnete Loth), bls. 1-68.
Útgáfan frá 1929 (FJ.) er eina stafrétta prentun þessa handrits og
eina útgáfa Gíslasögu sem á að heita með fullkomnum orðamun úr S
og B; en raunar vantar þar mörg lesbrigði sem máli skipta og sum önnur
eru skakkt prentuð. B er þar einnig prentað sjálfstætt, en því miður
aðeins upphafið úr S, eins og fyrr segir; munur gerðanna er sumsstaðar
svo mikill að hann verður ekki haminn í venjulegum orðamun.
Tákn handritanna, S, B og M, sem fengið hafa á sig nokkra hefð, eru
dregin af lengd sögunnar eða ástandi í handritunum. í formála útgáfu
sinnar segir Konráð Gíslason að sögurnar eigi að réttu lagi að nefnast
‘Saga Gísla Súrssonar (hin) minni’ og ‘Saga Gísla Súrssonar (hin)
meiri’. í bókmenntasögu sinni3 þýðir Finnur Jónsson þetta á dönsku:
‘den mindre’ og ‘den större’, og kallar sögugerðirnar — og síðan
handritin — samkvæmt því M og S. En B er hinsvegar skammstöfun
fyrir ‘brudstykket’ eða ‘brotið’.
í Vestfirðinga sögum er minni sögugerðin kölluð E, þ. e. ‘eldri’ gerð,
en stærri gerðin er nefnd Y, þ. e. ‘yngri’ gerð. Nú er eftir að vita hvort
þessi heiti Björns K. Þórólfssonar eru réttnefni í raun og veru.
Svo er talið að öll handrit Gíslasögu séu runnin frá þeim þremur
sem nú hafa verið nefnd. Flest eiga rætur að rekja til M beint eða
óbeint. En því miður hefur ekki varðveist neitt eftirrit eftir B meðan
það var heillegra heldur en nú.
KÖNNUN HANDRITA
ELDRA MAT
Konráð Gíslason leggur engan dóm á sögugerðirnar tvær í útgáfu sinni.
Þótt hann prenti M á undan, felst ekki í því annað en það að sú gerð
er varðveitt í skinnhandriti frá miðöldum, en S er aðeins til í síðalda
3 Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie2 II, 451.