Gripla - 01.01.1979, Page 135
GERÐIR GÍSLASÖGU
131
pappírsuppskriftum, eins og fyrr segir. En í inngangi Sturlunguútgáfu
sinnar (1878, bls. lii) kveður Guðbrandur Vigfússon upp þann dóm
að lengri gerðin sé ‘late, wordy, and amplified, especially the begin-
ning, which is quite rewritten and stuffed up by a person ignorant of
the topography of Norway.’
Sá sem fyrst fjallaði ítarlega um söguna var Finnur Jónsson í fyrri
útgáfu bókmenntasögu sinnar (II, 1898, bls. 458 o. áfr., sbr. 2. útg.,
II, bls. 451 o. áfr.). Hann telur ekki rétt að tala um ‘tvær sögur af
Gísla Súrssyni’, eins og Konráð Gíslason hafði gert:
Sáledes er det nu imidlertid ikke. Ser man nærmere pá forholdet,
viser det sig hurtig, at vi her, som altid, kun har med én eneste
saga at göre, nár man ser bort fra de sædvanlige afskriverændrin-
ger, der er uden betydning for dette spörgsmál, samt fra sagaens
begyndelse. Hvad denne angár, har vi i virkeligheden med to
bearbejdelser at göre; med andre ord, der er to begyndelser, hver
af sin forfatter. Fra og med k. 4 (s. 8; s. 90ia) er det derimod en
og samme saga.
Finnur taldi að sögubyrjunin í M væri upprunaleg, en S væri þannig
til komin að um 1300 hefði einhver átt handrit sögunnar þar sem upp-
hafið vantaði, og hefði hann þá sjálfur búið til nýtt upphaf eftir göml-
um, en bliknuðum sögnum og minningum, enda að líkindum bætt við
ýmsum atburðum frá eigin brjósti. Þessa skýringu endurtók Finnur
síðan í formálum að útgáfum sögunnar 1903 og 1929.
Allir síðari fræðimenn hafa fallist á þá skoðun Guðbrands og Finns
að sögubyrjunin sé upprunalegri í M, breytt og aukin í S. Ekki vilja
menn þó fallast að öllu leyti á skýringar Finns á mismun sögugerðanna.
Guðbrandur fjallar ítarlegar um söguna í Origines Islandicae (1905, bls.
188 o. áfr.) og gerir ráð fyrir því að ritari lengri gerðar hafi aukið og
endurmótað efni sitt af ásettu ráði. ‘He accordingly manufactures
names, events, and scenes; he also brings in pieces from the Kings’
Lives which have really nothing to do with Gisle’s Saga.’ Björn M.
Ólsen hyggur eins og Finnur að upphafið hafi vantað í það handrit sem
höfundur S hafði fyrir sér, og hafi hann fyllt eyðuna frá eigin brjósti.
Þó telur Bjöm ólíklegt að höfundur S hafi stuðst við samtíða munn-
mælasagnir, heldur muni ósamræmið stafa af misminni hans.4 En Bjöm
4 XJm íslendingasögur, Safn til sögu íslands VI, Rvík 1937-1939, bls. 120.