Gripla - 01.01.1979, Síða 137
GERÐIR GÍSLASÖGU
133
Sávidt jeg kan se, har han overvurderet M og er gáet ud fra, at de
mange overensstemmelser over for dette, som B og S har, mátte
være sekundære. Men sádanne overensstemmelser kan ligesá godt
forklares ved at B og S har bevaret sagaens oprindelige tekst,
medens M har ændret den. Flg. stemma kan ikke uden videre af-
vises:
X
M B S
Jón Helgason kveðst aðeins hafa fundið tvo staði til stuðnings við
Y í ættartölu Finns Jónssonar. í 17. vísu í M stendur ‘Vald eigi þú
vígi’ sem virðist réttari texti en ‘Vald eigi þú valdi’ í S og B. í öðru
lagi er í S og B tiltekið hve Gísli hafi verið lengi í sekt sinni (17 vetur
B, 18 vetur S), en í M er þessi fróðleikur ekki, enda hafa menn reiknað
svo að sagan geri ráð fyrir 13 ára útlegðartíma Gísla (Safn til sögu
íslands I, bls. 364; ísl. fornr. VI, bls. xlii). En eins og Jón Helgason
bendir á er lítið að marka þessa tvo staði í handritunum. í vísum Gísla-
sögu eru margar villur, og ber þá handritum stundum saman af hreinni
tilviljun. Finna má dæmi um sameiginlegar villur í MS gegn B og MB
gegn S. í sögunni má telja saman 6 útlegðarár og síðan 7, en ef að er
gáð virðist þar á milli vera ótiltekinn árafjöldi. Má þá vel vera að
vitneskjan um 17 eða 18 sektarár hafi verið í sögunni frá upphafi.
Við höfum borið handritin saman á nýjan leik, en ekki fundið mikið
til viðbótar við það sem Jón Helgason nefnir. Það er hvorttveggja að
torvelt er að skera úr því með vissu hvaða texti sé réttastur, enda getur
þá á einstökum stöðum verið um að ræða villu eða klaufalegt orðalag
í sameiginlegu forriti sem leiðrétt sé í einu handriti, en ekki í hinum
tveimur. Útgefendur sögunnar, Finnur Jónsson og Björn K. Þórólfsson,
sem báðir leggja M til grundvallar eins og fyrr segir, hafa fellt brott úr
prenttexta allmargar smágreinar í M eða skipt á þeim og öðrum les-
háttum í S(B). Einnig leggja þeir, einkum Björn, stundum mat á les-
háttu, velja og hafna og kveða upp sinn dóm. Leiðarljós þeirra er
vitanlega sú hugmynd Finns að S og B hafi átt sérstakt forrit, en að
öðru leyti fara þeir aðeins eftir hyggjuviti sínu eða hugmyndum um
það hvernig góður sögutexti eigi að vera.